Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 22:30 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins og vísað í fréttaflutning ítalskra miðla. Var Macchiarini meðal annars sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína og falsa gögn. Macchiarini var dæmdur í fangelsi síðastliðinn föstudag. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Misnotaði læknirinn aðstöðu sína og falsaði gögn þegar hann framkvæmdi barkaaðgerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var Macchiarini einnig sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þau ár sem hann starfaði í Flórens.Vísað til Macchiarini af íslenskum læknum Árið 2010 hóf Maccharini að starfa við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það þar sem hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene árið 2011. Andemariam var vísað til Macchiarini af íslenskum læknum en ítalski læknirinn öðlaðist heimsfrægð við aðgerðina. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina lést Andemariam. Tveir sjúklingar til viðbótar fengu grædda plastbarka í sig af Macchiarini þegar hann starfaði við Karolinska. Þeir dóu einnig og hafa yfirvöld í Svíþjóð andlát Andemariam og eins annars sjúklings enn til rannsóknar. Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna.Sekur um vísindalegt misferli Árið 2017 komst opinber siðanefnd í Svíþjóð að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Um mitt ár 2018 dró síðan læknatímaritið Lancet til baka tvær vísindagreinar eftir skurðlækninn sem fjölluðu um plastbarkaígræðslur. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan til Svíþjóðar árið 2011. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greinanna eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok árs 2017. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn. Heilbrigðismál Ítalía Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins og vísað í fréttaflutning ítalskra miðla. Var Macchiarini meðal annars sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína og falsa gögn. Macchiarini var dæmdur í fangelsi síðastliðinn föstudag. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Misnotaði læknirinn aðstöðu sína og falsaði gögn þegar hann framkvæmdi barkaaðgerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var Macchiarini einnig sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þau ár sem hann starfaði í Flórens.Vísað til Macchiarini af íslenskum læknum Árið 2010 hóf Maccharini að starfa við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það þar sem hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene árið 2011. Andemariam var vísað til Macchiarini af íslenskum læknum en ítalski læknirinn öðlaðist heimsfrægð við aðgerðina. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina lést Andemariam. Tveir sjúklingar til viðbótar fengu grædda plastbarka í sig af Macchiarini þegar hann starfaði við Karolinska. Þeir dóu einnig og hafa yfirvöld í Svíþjóð andlát Andemariam og eins annars sjúklings enn til rannsóknar. Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna.Sekur um vísindalegt misferli Árið 2017 komst opinber siðanefnd í Svíþjóð að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Um mitt ár 2018 dró síðan læknatímaritið Lancet til baka tvær vísindagreinar eftir skurðlækninn sem fjölluðu um plastbarkaígræðslur. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan til Svíþjóðar árið 2011. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greinanna eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok árs 2017. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn.
Heilbrigðismál Ítalía Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21
Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22