„Allt hvíldi á rannsóknum“ Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. nóvember 2019 17:00 William Taylor og George Kent. Vísir/AP Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Þessu lýsti William Taylor, starfandi sendiherrann, í opinberum vitnisburði í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta. Taylor og George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra í málefnum Evrópu og Evrasíuríkja, eru fyrstu vitnin í opinberum yfirheyrslum vegna rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir lýstu því ítarlega í opnunarávörpum sínum hvernig tvær utanríkisstefnur hefðu verið reknar í garð Úkraínu og hvernig Trump og starfsmenn hans þrýstu á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að hefja tvær rannsóknir sem hefðu hagnast Trump með pólitískum hætti fyrir forsetakosningar á næsta ári. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016.Sjá einnig: Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildiTaylor bar vitni um að eftir að hann tók við embætti starfandi sendiherra í Úkraínu í maí hafi hann haft vaxandi áhyggjur af því að tvær ólíkar samskiptaleiðir væru til staðar við Úkraínu. Hann og aðrir utanríkis- og þjóðaröryggisembættismenn stýrðu formlegri leið en Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, Kurt Volker, sendifulltrúi vegna átakanna í Austur-Úkraínu, og Rick Perry, þáverandi orkumálaráðherra, stýrði annarri óformlegri leið. William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu.AP/Andrew HarnikUpphaflega hefðu báðar leiðir stefnt að sama marki en eftir því sem leið á sumarið hafi sú óformlega verið farin að grafa undan áralangri stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. Taylor lýsti áhyggjum af því að hernaðaraðstoð við Úkraínu hefði verið stöðvuð án skýringa og að erfiðlega gengi að koma á fundi Trump og Zelenskíj sem Trump hafði lofað skömmu eftir embættitöku þess síðarnefnda. Upphaflega taldi Taylor að Giuliani og félagar hans hefðu gert rannsóknir á pólitískum andstæðingum Trump að skilyrði fyrir fundi Trump og Zelenskíj. Með tímanum hafi hins vegar runnið upp fyrir Taylor að að tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð hengi einnig á spýtunni. Lykilatriði í framburði Taylor var lýsing hans á símtali hans og Sondland 8. september. Það átti sér stað eftir að Taylor lýsti áhyggjum af því að Bandaríkjastjórn tengdi hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir sem Trump og Giuliani sóttust eftir. Í símtalinu hafi Sondland sagt að Trump forseti hefði gert honum ljóst að Zelenskíj þyrfti að gefa það opinberlega út að Úkraína rannsakaði andstæðinga Trump. Sondland hafi einnig viðurkennt fyrir Taylor að hann hefði gert mistök í samskiptum sínum við úkraínska embættismenn um að fundur með Trump væri háður því að þeir féllust á rannsóknirnar. „Það hvíldi allt á rannsóknunum,” hafði Taylor eftir Sondland. Þar á meðal væri hernaðaraðstoðin við Úkraínu. Sondland lýsti því að þeir vildu króa Zelenskíj af opinberlega með því að láta hann gefa út opinbera yfirlýsingu um rannsóknirnar. Zelenskíj hefði á endanum fallist á það og ætlaði að greina frá rannsóknunum í viðtali við CNN-fréttastöðina. Af því varð þó aldrei því Trump-stjórnin greiddi út aðstoðina 11. September eftir að bandarískir þingmenn höfðu byrjað að grennslast fyrir um afdrif hennar.Trump hringdi og forvitnaðist um rannsóknirnar Taylor lýsti því einnig í fyrsta sinn, að starfsfólk sendiráðsins hefði verið á veitingahúsi með Sondland, degi eftir símtalið afdrifaríka þann 25. Júlí. Þar hafi þau heyrt sendiherrann tala við Trump í síma. Þau sögðu forsetann hafa hringt með því markmiði að kanna stöðuna á rannsóknunum tveimur og Sondland hefði sagt Úkraínumenn klára í slaginn. Taylor sagðist hafa rætt við þjóðaröryggisráðgjafa Zelensky, þann 20. júlí, og sá hafi ítrekað að Zelensky vildi ekki vera „notaður sem tól í bandarískri kosningabaráttu“.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpTrump hélt aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, með því markmiði að fá Zelenskíj til að hefja tvær rannsóknir. Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu.George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra í málefnum Evrópu og Evrasíuríkja.AP/Andrew HarnikKent mótmælti því harðlega að þrýstingur ríkisstjórnar Barack Obama á yfirvöld í Úkraínu um að víkja þáverandi ríkissaksóknara úr starfi hafi komið Hunter Biden og störfum hans fyrir Burisma Holdings við á nokkurn hátt. Hann sagðist hafa haft orð á því að staða Biden hjá Burisma liti ekki vel út og vakti upp spurningar um hagsmunaárekstur en ítrekaði að hann hefði ekki orðið vitni að því að einhver innan ríkisstjórnarinnar hafi reynt að vernda Burisma frá rannsóknum. Þvert á móti hafi ríkisstjórnin unnið gegn saksóknurum sem börðust ekki nægilega gegn spillingu og höfðu í raun lokað rannsókninni gegn Burisma. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelensky í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta.Stuðningur við Úkraínu í hag Bandaríkjanna Taylor fór í opnunarávarpi sínu yfir það hvernig það væri í hag Bandaríkjanna að hjálpa Úkraínu að berjast gegn árásum Rússa og fór yfir mótmælin í Úkraínu árið 2014, innlimun Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu þar sem Rússar hafa stutt aðskilnaðarsinna. Bæði Kent og Taylor útlistuðu það hvernig það að halda aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu hafi ekki eingöngu grafið undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og hagi þeirra, heldur sömuleiðis hjálpað Rússum varðandi aðgerðir þeirra í Úkraínu. „Jafnvel á meðan við sitjum hér eru úkraínskir hermenn að deyja,“ sagði Taylor. Hann sagði frá því að hann heimsótti víglínuna í Úkraínu í síðustu viku. Hann sagði seinna meir í yfirlýsingu sinni að neyðaðstoðin sjálf væri ekki það mikilvægasta varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, heldur það allir væru fullvissir um að Bandaríkin stæðu við bakið á ríkinu. Gaf hann í skyn að sú vissa væri ekki lengur til staðar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi starfandi sendiherranum í Úkraínu að allt sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir frá Bandaríkjastjórn hengi á því að þau létu rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Þessu lýsti William Taylor, starfandi sendiherrann, í opinberum vitnisburði í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta. Taylor og George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra í málefnum Evrópu og Evrasíuríkja, eru fyrstu vitnin í opinberum yfirheyrslum vegna rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir lýstu því ítarlega í opnunarávörpum sínum hvernig tvær utanríkisstefnur hefðu verið reknar í garð Úkraínu og hvernig Trump og starfsmenn hans þrýstu á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að hefja tvær rannsóknir sem hefðu hagnast Trump með pólitískum hætti fyrir forsetakosningar á næsta ári. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016.Sjá einnig: Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildiTaylor bar vitni um að eftir að hann tók við embætti starfandi sendiherra í Úkraínu í maí hafi hann haft vaxandi áhyggjur af því að tvær ólíkar samskiptaleiðir væru til staðar við Úkraínu. Hann og aðrir utanríkis- og þjóðaröryggisembættismenn stýrðu formlegri leið en Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, Kurt Volker, sendifulltrúi vegna átakanna í Austur-Úkraínu, og Rick Perry, þáverandi orkumálaráðherra, stýrði annarri óformlegri leið. William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu.AP/Andrew HarnikUpphaflega hefðu báðar leiðir stefnt að sama marki en eftir því sem leið á sumarið hafi sú óformlega verið farin að grafa undan áralangri stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. Taylor lýsti áhyggjum af því að hernaðaraðstoð við Úkraínu hefði verið stöðvuð án skýringa og að erfiðlega gengi að koma á fundi Trump og Zelenskíj sem Trump hafði lofað skömmu eftir embættitöku þess síðarnefnda. Upphaflega taldi Taylor að Giuliani og félagar hans hefðu gert rannsóknir á pólitískum andstæðingum Trump að skilyrði fyrir fundi Trump og Zelenskíj. Með tímanum hafi hins vegar runnið upp fyrir Taylor að að tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð hengi einnig á spýtunni. Lykilatriði í framburði Taylor var lýsing hans á símtali hans og Sondland 8. september. Það átti sér stað eftir að Taylor lýsti áhyggjum af því að Bandaríkjastjórn tengdi hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir sem Trump og Giuliani sóttust eftir. Í símtalinu hafi Sondland sagt að Trump forseti hefði gert honum ljóst að Zelenskíj þyrfti að gefa það opinberlega út að Úkraína rannsakaði andstæðinga Trump. Sondland hafi einnig viðurkennt fyrir Taylor að hann hefði gert mistök í samskiptum sínum við úkraínska embættismenn um að fundur með Trump væri háður því að þeir féllust á rannsóknirnar. „Það hvíldi allt á rannsóknunum,” hafði Taylor eftir Sondland. Þar á meðal væri hernaðaraðstoðin við Úkraínu. Sondland lýsti því að þeir vildu króa Zelenskíj af opinberlega með því að láta hann gefa út opinbera yfirlýsingu um rannsóknirnar. Zelenskíj hefði á endanum fallist á það og ætlaði að greina frá rannsóknunum í viðtali við CNN-fréttastöðina. Af því varð þó aldrei því Trump-stjórnin greiddi út aðstoðina 11. September eftir að bandarískir þingmenn höfðu byrjað að grennslast fyrir um afdrif hennar.Trump hringdi og forvitnaðist um rannsóknirnar Taylor lýsti því einnig í fyrsta sinn, að starfsfólk sendiráðsins hefði verið á veitingahúsi með Sondland, degi eftir símtalið afdrifaríka þann 25. Júlí. Þar hafi þau heyrt sendiherrann tala við Trump í síma. Þau sögðu forsetann hafa hringt með því markmiði að kanna stöðuna á rannsóknunum tveimur og Sondland hefði sagt Úkraínumenn klára í slaginn. Taylor sagðist hafa rætt við þjóðaröryggisráðgjafa Zelensky, þann 20. júlí, og sá hafi ítrekað að Zelensky vildi ekki vera „notaður sem tól í bandarískri kosningabaráttu“.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpTrump hélt aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, með því markmiði að fá Zelenskíj til að hefja tvær rannsóknir. Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu.George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra í málefnum Evrópu og Evrasíuríkja.AP/Andrew HarnikKent mótmælti því harðlega að þrýstingur ríkisstjórnar Barack Obama á yfirvöld í Úkraínu um að víkja þáverandi ríkissaksóknara úr starfi hafi komið Hunter Biden og störfum hans fyrir Burisma Holdings við á nokkurn hátt. Hann sagðist hafa haft orð á því að staða Biden hjá Burisma liti ekki vel út og vakti upp spurningar um hagsmunaárekstur en ítrekaði að hann hefði ekki orðið vitni að því að einhver innan ríkisstjórnarinnar hafi reynt að vernda Burisma frá rannsóknum. Þvert á móti hafi ríkisstjórnin unnið gegn saksóknurum sem börðust ekki nægilega gegn spillingu og höfðu í raun lokað rannsókninni gegn Burisma. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelensky í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta.Stuðningur við Úkraínu í hag Bandaríkjanna Taylor fór í opnunarávarpi sínu yfir það hvernig það væri í hag Bandaríkjanna að hjálpa Úkraínu að berjast gegn árásum Rússa og fór yfir mótmælin í Úkraínu árið 2014, innlimun Rússa á Krímskaga og aðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu þar sem Rússar hafa stutt aðskilnaðarsinna. Bæði Kent og Taylor útlistuðu það hvernig það að halda aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu hafi ekki eingöngu grafið undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og hagi þeirra, heldur sömuleiðis hjálpað Rússum varðandi aðgerðir þeirra í Úkraínu. „Jafnvel á meðan við sitjum hér eru úkraínskir hermenn að deyja,“ sagði Taylor. Hann sagði frá því að hann heimsótti víglínuna í Úkraínu í síðustu viku. Hann sagði seinna meir í yfirlýsingu sinni að neyðaðstoðin sjálf væri ekki það mikilvægasta varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, heldur það allir væru fullvissir um að Bandaríkin stæðu við bakið á ríkinu. Gaf hann í skyn að sú vissa væri ekki lengur til staðar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira