Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 18:30 Forstjóri Hafró sagði á sínum tíma að farið hafi verið í uppsagnirnar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingarkrafna. Vísir/Hanna Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í dag. Fréttastofa hefur umrædda greinagerð undir höndum en RÚV greindi fyrst frá málinu. Taldi rökstuðning skorta Hann segist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Sakar forstjórann um að hafa farið með rangt mál Tíu starfsmönnum var sagt upp í nóvember og greindi Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, þá frá því að fjórir sviðsstjórar hafi til viðbótar sagt upp að eigin frumkvæði. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í á fjórða áratug. Stóð Ólafi samkvæmt heimildum Vísis til boða að lækka í tign eða hætta fyrr en til stóð. Hann segir jafnframt að með uppsögnunum hafi „yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ.“ „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Gagnrýnir samráðsleysi Sólmundur gagnrýnir einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“ Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í dag. Fréttastofa hefur umrædda greinagerð undir höndum en RÚV greindi fyrst frá málinu. Taldi rökstuðning skorta Hann segist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Sakar forstjórann um að hafa farið með rangt mál Tíu starfsmönnum var sagt upp í nóvember og greindi Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, þá frá því að fjórir sviðsstjórar hafi til viðbótar sagt upp að eigin frumkvæði. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í á fjórða áratug. Stóð Ólafi samkvæmt heimildum Vísis til boða að lækka í tign eða hætta fyrr en til stóð. Hann segir jafnframt að með uppsögnunum hafi „yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ.“ „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Gagnrýnir samráðsleysi Sólmundur gagnrýnir einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira