Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 13:20 Björgunarsveitarfólk úr Hjálparsveit Skáta í Kópavogi á ferðinni á leiðinni norður í landi í nótt. @hjalparsveitskataikopavogi Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. „Staðan er þokkalega miðað við aðstæður. Þetta er erfiður snjór. Við höfum verið að moka frá því klukkan fimm í morgun. Það fóru tæki í nótt á móti Landsnetsmönnum í Langadalinn að moka snjóflóðinu yfir brekkuna. Gátum reddað þeim yfir í nótt,“ segir Víglundur Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. „Þetta er allt að koma en það verður ekki hægt að opna í fullri breidd alveg í hvelli. En þetta verður fært, svona þæfingsfæri. Það er verið að stinga í gegn í Vatnsskarðinu svo það verður hægt að opna fyrir umferð þar á næsta klukkutíma,“ sagði Víglundur á tólfta tímanum. Hann segir frostið hafa áhrif. „Já, það hefur áhrif. Það er svo mikil bleyta í þessum snjó að við erum að reyna að moka eins mikið af honum og hægt er á meðan ekki frystir. Það verður erfiðara en þetta er bara vinna.“ Mörg tæki Vegagerðarinnar eru úti í notkun vegna snjósins. „Já, það er fullt af tækjum. Ætli þetta séu ekki tíu tæki í heildina eins og er og mun bætast í þegar líður á daginn. Það á eftir að moka upp til sveita fyrir skólabíla og mjólkurbíla. En forgangsröðin er að koma þjóðvegi 1 og þessum stofnbrautum í gagnið svo það verði fært fyrir bíla.“ Símtöl berast til Vegagerðarinnar vegna færðarinnar. „Já, það er aðallega út af skólamálum að það er hringt og opnað upp til sveita. En ég hef ekki heyrt mikla óþolinmæði hjá almennum vegfarendum. Það eru fáir á ferli og gera sér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt verk.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira