Varðskip veitir Dalvíkingum rafmagn Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2019 10:32 Varðskipið Þór við landfestar í Reykjavíkurhöfn. Vísir/vilhelm Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð, að því er fram kemur í yfirlýsingu landhelgisgæslunnar. Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er sagt nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum. „Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu.Sjá einnig: Enn rafmagnstruflanir á NorðurlandiTilkynnt var um rafmagnleysið í Dalvíkurbyggð í gærmorgun, eftir að Dalvíkurlína brotnaði. Ljóst var frá upphafi að bilunin væri alvarleg og að gera mætti ráð fyrir langvarandi rafmagnsleysi. Þá er einnig rafmagnslaust í Svarfaðardal auk þess sem rafmagnsbilun hefur leikið íbúa Fjallabyggðar grátt. Áhöfnin á Þór hafði einmitt verið að bregðast við útkalli þar, áður en varðskipið var sent til Dalvíkur í morgun. Færanleg aflstöð var flutt frá Ísafirði til Siglufjarðar í nótt og verður einn varðskipsmanna eftir á Siglufirði til að aðstoða við löggæslu. Áætlað er að varðskipið verði komið til rafmagnsveitu á Dalvík upp úr hádegi. Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem varðskipið Þór er nýtt sem hreyfanleg aflstöð, að því er fram kemur í yfirlýsingu landhelgisgæslunnar. Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er sagt nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum. „Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu.Sjá einnig: Enn rafmagnstruflanir á NorðurlandiTilkynnt var um rafmagnleysið í Dalvíkurbyggð í gærmorgun, eftir að Dalvíkurlína brotnaði. Ljóst var frá upphafi að bilunin væri alvarleg og að gera mætti ráð fyrir langvarandi rafmagnsleysi. Þá er einnig rafmagnslaust í Svarfaðardal auk þess sem rafmagnsbilun hefur leikið íbúa Fjallabyggðar grátt. Áhöfnin á Þór hafði einmitt verið að bregðast við útkalli þar, áður en varðskipið var sent til Dalvíkur í morgun. Færanleg aflstöð var flutt frá Ísafirði til Siglufjarðar í nótt og verður einn varðskipsmanna eftir á Siglufirði til að aðstoða við löggæslu. Áætlað er að varðskipið verði komið til rafmagnsveitu á Dalvík upp úr hádegi.
Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. 12. desember 2019 07:10