Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir í viðtalinu með Liv Cooke. Mynd/Twitter/@GiveMeSportW Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira
Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. GiveMeSportW hefur nú birt brot úr viðtalinu við fyrstu konuna til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í CrossFit. Anníe Mist hvetur þar ungar konur til að fara í íþróttir og segir að þar fái þær tækifæri til að vera þær sjálfar. Talið barst meðal annars að því hvort margar konur skammast sín fyrir að vera með vöðva eða hvort að það sé allt að breytast á síðustu árum. Fótboltinn hefur verið mikil karlaíþrótt en Liv Cooke bendir á það að það sé allt að breytast með hraðri uppkomu kvennafótboltans. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir neðan. UEFA’s #PlayAnywhere series with Liv Cooke where she visits Iceland! She met up with Annie Thorisdottir, a CrossFit athlete from Reykjavik who is the first woman in the world to win the CrossFit Games twice. Check it out @WePlayStrong_@VisaUK#GMSW#WomensSportspic.twitter.com/3ns10Vbpo7— GiveMeSportW (@GiveMeSportW) December 11, 2019 „Ég er stollt af því að þetta sér að breytast,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir þegar Liv Cooke spurði hana hvað henni finnist um það að konurnar séu farnar að minnka mikla yfirburði karlana í fótboltanum. CrossFit hefur alltaf verið karla- og kvennasport og það er Anníe Mist sérstaklega ánægð með. „Eitt af því sem ég elska hjá minni íþrótt er kynjajafnréttið. Alveg frá byrjun hefur verðlaunafé kynjanna verið það saman og kynin hafa alltaf fengið jafnlangan tíma í sjónvarpinu,“ sagði Anníe Mist en hvaða ráð vill hún gefa ungum íþróttastúlkum í dag? „Við munum allar glíma við einhver vandamál með líkama okkar á einhverjum tímapunkti. Ég var ekki alltaf ánægð með það að vera með stælta kviðvöðva (six pack) og ég hef verið með þá síðan að ég var sex ára gömul,“ sagði Anníe Mist. „Lyftingar snúast ekki um hvernig þú lítur út heldur hvað þú getur gert. Það stendur CrossFit líka fyrir og mér finnst að fótboltinn geri það líka sem er að ná árangri í því sem þú tekur þér fyrir hendur,“ sagði Anníe „Ungar stúlkur geta fengið svo mikið út úr íþróttum og þar fá þær fyrst og fremst tækifæri til að vera þær sjálfar,“ sagði Anníe Mist en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira