Íslendingur leiðir sósíalista til sigurs í Stafangri Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 13:50 Mímir Kristjánsson leiddi sósíalista í Noregi til góðs kosningasigurs í Stafangri og því fagna vitaskuld íslenskir skoðanabræður hans. „Af sósíalískum og þjóðræknislegum ástæðum fögnum við sérstaklega góðum árangri systurflokki sósíalista í Noregi, Rødt, í Stafangri þar sem Mímir Kristjánsson leiddi listann, sonur Kristjáns Guðlaugssonar, sem virkur var í hinu villta vinstri á Íslandi á áttunda áratugnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Mímir leiddi Rødt í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í gær en fylgi flokksins fór úr 1,5 og upp í 5,5 prósent í Stafangri. Veruleg aukning sem þýðir að flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa þar. Á vefsíðunni nýjaisland.no er greint frá þessu og Mími óskað til hamingju með þennan glæsilega árangur. „Mímir er norskur ríkisborgari og á norska móður en íslenskan föður. Hann hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á dagblaðinu Stéttarbaráttan (Klassekampen) undanfarin ár ásamt því að hann hefur skrifað bækur og verið álitsgjafi í sjón- og útvarpi um stjórnmál,“ segir á vefsíðunni. Páll Valsson forleggjari og bókmenntafræðingur bætir við þeim upplýsingum á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands að Kristján hafi gert textann við lagið vinsæla, Ísland úr Nató. „Sem sungið var á hverri samkomu herstöðvaandstæðinga. „Á Miðnesheiði bandarískur basi er ...““ Eins og gefur að skilja fagna íslenskir sósíalistar þessu og telja þetta gefa góð fyrirheit um aukið fylgi sér til handa á Íslandi. Gunnar Smári greinir frá því að Mímir hafi heimsótt sósíalista á Íslandi og sagt þeim frá uppbyggingu Rødt. „Hann var með ráðagerðir um að flytja hingað með fjölskylduna til að ná tökum á íslenskunni, sem hann skilur en talar ekki liðugt. En það verður ekki af því samkvæmt þessu, hann er fluttur til Stafangurs.“ Noregur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira
„Af sósíalískum og þjóðræknislegum ástæðum fögnum við sérstaklega góðum árangri systurflokki sósíalista í Noregi, Rødt, í Stafangri þar sem Mímir Kristjánsson leiddi listann, sonur Kristjáns Guðlaugssonar, sem virkur var í hinu villta vinstri á Íslandi á áttunda áratugnum,“ segir Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands. Mímir leiddi Rødt í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í gær en fylgi flokksins fór úr 1,5 og upp í 5,5 prósent í Stafangri. Veruleg aukning sem þýðir að flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa þar. Á vefsíðunni nýjaisland.no er greint frá þessu og Mími óskað til hamingju með þennan glæsilega árangur. „Mímir er norskur ríkisborgari og á norska móður en íslenskan föður. Hann hefur starfað sem blaðamaður og fréttastjóri á dagblaðinu Stéttarbaráttan (Klassekampen) undanfarin ár ásamt því að hann hefur skrifað bækur og verið álitsgjafi í sjón- og útvarpi um stjórnmál,“ segir á vefsíðunni. Páll Valsson forleggjari og bókmenntafræðingur bætir við þeim upplýsingum á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands að Kristján hafi gert textann við lagið vinsæla, Ísland úr Nató. „Sem sungið var á hverri samkomu herstöðvaandstæðinga. „Á Miðnesheiði bandarískur basi er ...““ Eins og gefur að skilja fagna íslenskir sósíalistar þessu og telja þetta gefa góð fyrirheit um aukið fylgi sér til handa á Íslandi. Gunnar Smári greinir frá því að Mímir hafi heimsótt sósíalista á Íslandi og sagt þeim frá uppbyggingu Rødt. „Hann var með ráðagerðir um að flytja hingað með fjölskylduna til að ná tökum á íslenskunni, sem hann skilur en talar ekki liðugt. En það verður ekki af því samkvæmt þessu, hann er fluttur til Stafangurs.“
Noregur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira