VR vill skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:06 Í samþykkt frá stjórn VR segir að vaxtahækkunin sé trúnaðarbrestur við félagið. Vísir/vilhelm Stjórn VR hefur ákveðið að leggja fram tillögu að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og skipa nýja stjórn til bráðabirgða. Fulltrúar VR skipa helming stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er sú að stjórnin telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn VR en Kjarninn greindi fyrst frá. Eitt af meginmarkmiðum kjarasamninga VR er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. „Engum hefur dulist að ákvæði um vaxtalækkun var eitt mikilvægasta atriði kjarasamninganna og eldaði verkalýðshreyfingin grátt silfur við forystu Seðlabanka Íslands bæði fyrir og eftir samningagerð þannig að öllum ætti að vera ljós hin gríðarlega mikla áhersla sem við höfum lagt á þetta samningsatriði,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Það hafi því komið eins og þruma af heiðum himni þegar stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tilkynnti í lok maí að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðsfélagalána myndi hækka úr 2,06% í 2,26% í ágúst á þessu ári. „Ekki aðeins er tímasetning þessarar ákvörðunar algjörlega óskiljanleg í ljósi þess að blekið á undirskriftum okkar á kjarasamningi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virðist lýsa algjöru skilningsleysi á þeirri miklu áherslu sem verkalýðshreyfingin lagði á vaxtalækkun í mjög erfiðum kjarasamningaviðræðum. Höfuðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætta með opið og gagnsætt ákvörðunarferli þessara vaxtabreytinga og að ákvarðanir um vaxtabreytingar verði í framtíðinni einfaldlega ákveðnar í lokuðu stjórnarherbergi,“ segir í ályktuninni. Þetta gangi í berhögg við samþykkt frá síðasta þingi Alþýðusambands Íslands þess efnis að almenningur ætti að njóta með beinum hætti lækkunar vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta væri afturhvarf til stjórnarhátta sem stjórnin hafi haldið að væri úr sögunni. „En svo er greinilega ekki“. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stjórn VR hefur ákveðið að leggja fram tillögu að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og skipa nýja stjórn til bráðabirgða. Fulltrúar VR skipa helming stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er sú að stjórnin telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn VR en Kjarninn greindi fyrst frá. Eitt af meginmarkmiðum kjarasamninga VR er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. „Engum hefur dulist að ákvæði um vaxtalækkun var eitt mikilvægasta atriði kjarasamninganna og eldaði verkalýðshreyfingin grátt silfur við forystu Seðlabanka Íslands bæði fyrir og eftir samningagerð þannig að öllum ætti að vera ljós hin gríðarlega mikla áhersla sem við höfum lagt á þetta samningsatriði,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Það hafi því komið eins og þruma af heiðum himni þegar stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tilkynnti í lok maí að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðsfélagalána myndi hækka úr 2,06% í 2,26% í ágúst á þessu ári. „Ekki aðeins er tímasetning þessarar ákvörðunar algjörlega óskiljanleg í ljósi þess að blekið á undirskriftum okkar á kjarasamningi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virðist lýsa algjöru skilningsleysi á þeirri miklu áherslu sem verkalýðshreyfingin lagði á vaxtalækkun í mjög erfiðum kjarasamningaviðræðum. Höfuðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætta með opið og gagnsætt ákvörðunarferli þessara vaxtabreytinga og að ákvarðanir um vaxtabreytingar verði í framtíðinni einfaldlega ákveðnar í lokuðu stjórnarherbergi,“ segir í ályktuninni. Þetta gangi í berhögg við samþykkt frá síðasta þingi Alþýðusambands Íslands þess efnis að almenningur ætti að njóta með beinum hætti lækkunar vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta væri afturhvarf til stjórnarhátta sem stjórnin hafi haldið að væri úr sögunni. „En svo er greinilega ekki“.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent