Bíó og sjónvarp

Kona fer í stríð toppar listana

Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar
Hall­dóra Geir­­harðsdótt­ir fór með aðal­hlut­verkið í kvikmyndinni.
Hall­dóra Geir­­harðsdótt­ir fór með aðal­hlut­verkið í kvikmyndinni. Gulldrengurinn
Íslenska kvikmyndin Kona fer í stríð er að slá í gegn um allan heim. Kvikmyndin er ofarlega á topp 10 lista á vefsíðunni Rotten Tomatoes þar sem hún er með 97 prósent í einkunn og einnig á topp 15 lista hjá hinu virta tímariti Variety.

Kvikmyndafréttavefurinn Screen Rant tók saman listann og er þar skrifað um kvikmyndina: „Kona fer í stríð er mynd sem passar fullkomlega inn í okkar tíma.“

Kvikmyndin hlaut Kvik­mynda­verðlaun Norður­landaráðs í fyrra og var jafnframt framlag Íslands til bandarísku Óskarsverðlaunanna í ár. Bandaríska leikkonan Jodie Foster hefur lýst því yfir að hún hyggist leikstýra bandarískri endurgerð af myndinni og fara sjálf með aðalhlutverkið.

Bene­dikt Erlingsson leikstýrði Konu fer í stríð og Hall­dóra Geir­­harðsdótt­ir fór með aðal­hlut­verkið.




Tengdar fréttir

Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu

Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×