337 handteknir í 38 ríkjum vegna barnaníðs á huldunetinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 16:46 Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Vísir/getty 337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019 Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
337 aðilar hafa verið handteknir í 38 ríkjum vegna umfangsmikillar rannsóknar á barnaníði og klámi á huldunetinu svokallaða (Dark web). Málið tengist vefsíðunni Welcome To Video, sem lokað var í fyrra eftir að rannsókn á breskum barnaníðingi varpaði ljósi á tilvist hennar. Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum. Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum Bretlands segir að á síðunni hafi verið rúmlega 250 þúsund myndbönd sem hafi verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þar var hægt að kaupa aðgang að myndböndum af börnum fyrir rafmyntir.Forsvarsmaður síðunnar, hinn 23 ára gamli Jong Woo Son var handtekinn og situr nú í fangelsi í Suður-Kóreu. Handtökurnar sem tilkynntar voru í dag eru til komnar vegna gagna af vefþjón Jong. Átján rannsóknir voru opnaðar í Bretlandi og er þegar búið að dæma sjö menn vegna þeirra. Þar af einn fyrir að nauðga 22 fimm ára dreng og að birtast á myndbandi á WTV þar sem hann níddist á þriggja ára stúlku. Annar sem hefur verið dæmdur heitir Matthew Falder. Hann játaði 137 brot og þar af meðal annars að hvetja til nauðgunar barns og að deila myndum af misnotkun nýfædds barns. Hann var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar en það var við rannsókn á honum sem lögregluþjónar komust á snoðir um tilvist WTV. Auk þess voru menn meðal annars handteknir í Írlandi, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada. 337 suspects have been arrested globally in multi-agency operations after a dark web child abuse site – containing more than 250,000 horrific videos – was taken down by an international taskforce set up by the NCARead more ➡️https://t.co/bPtF30ZonW pic.twitter.com/xbkhYrRVLg— National Crime Agency (NCA) (@NCA_UK) October 16, 2019
Bretland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira