Erlent

Fundu tuttugu fornar lík­kistur nærri Lúxor

Atli Ísleifsson skrifar
Kisturnar voru skreyttar með björtum litum.
Kisturnar voru skreyttar með björtum litum. AP
Egypskir fornleifafræðingar hafa fundið rúmlega tuttugu fornar líkkistur úr tré nærri borginni Lúxor. Frá þessu greinir ráðherra fornminjamála í landinu.

Kisturnar, sem eru skreyttar björtum litum, voru grafnar upp við Theban-greftrunarsvæðið við Asasif á vesturbakka Nílar. Kisturnar voru í tveimur lögum, þar sem annað lagið var þvert á það sem var fyrir neðan.

BBC greinir frá því að ráðherrann segi fornleifafundinn enn sá merkasta í landinu á síðustu árum.

Flestar grafirnar við Asasif eru frá tímabilinu 664 til 332 fyrir Krist. Þó er einnig að finna einstaka grafir frá átjándu öld fyrir Krist.

Ráðuneytið mun gefa frekari upplýsingar um fundinn á laugardaginn.

AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×