Orðspor landsins gæti skaðast Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. október 2019 07:30 Guðmundur og dr. Justin Bercich hafa víðtæka reynslu af vörnum gegn peningaþvætti. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Viðskiptavild og orðspor Íslands geta beðið hnekki ef stjórnvöld bregðast ekki með skjótum hætti við því að Ísland lendi á gráum lista FATF. Vera Íslands á listanum getur torveldað einstaklingum og fyrirtækjum að stofna til nýrra viðskipta hjá erlendum fjármálastofnunum að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. „Það getur orðið erfiðara fyrir ný fyrirtæki að stofna til viðskipta erlendis. Til að mynda geta erlendir bankar þurft að gera sérstaklega grein fyrir af hverju þeir samþykkja íslensk fyrirtæki í viðskipti þegar þau koma frá landi sem er á gráa listanum. Auk þess geta fyrirtæki sem eiga nú þegar í viðskiptum erlendis þurft að færa betri rök fyrir fjármagnsflutningum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, stofnandi fjártæknifyrirtækisins Lucinity, í samtali við Markaðinn. Hann stofnaði Lucinity á síðasta ári eftir að hafa starfað sem yfirmaður samskiptaeftirlits og gervigreindar hjá fjármálarisanum Citigroup. Í síðustu viku var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi.Höftin veittu falskt öryggi Guðmundur segir að til skemmri tíma litið verði áhrifin af veru Íslands á listanum lítil. Ef það dregst hins vegar á langinn að komast af listanum getur það valdið tortryggni í viðskiptum og jafnvel haft áhrif á lánshæfi fyrirtækja og stofnana. „Þetta getur orðið hið versta mál fyrir viðskiptavild landsins ef ekki er brugðist skjótlega við,“ segir Guðmundur sem tekur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við þeim athugasemdum sem FATF hefur gert. Samt sem áður séu enn stór atriði sem standi út af. „Eftir fjármálahrunið vorum við í þeirri sérstöku stöðu að allar millifærslur til landsins voru grandskoðaðar. Það hefur ef til vill veitt okkur falskt öryggi sem gekk þó augljóslega ekki til lengdar. Þegar fjármagnshöftum var aflétt og fé tók skyndilega að flæða inn til landsins komu upp nýjar áskoranir og þá er mikilvægt að haldið sé rétt á spöðunum.“ Ástralinn dr. Justin Bercich er yfir gagnavísindum hjá Lucinity en hann starfaði áður sem gagnavísindamaður hjá breska fjármálaeftirlitinu (UK FCA). „Skammtímaáhrifin verða óveruleg, en ef við horfum eitt, tvö eða þrjú ár fram á veginn þá getur aðgerðaleysi skaðað orðspor Íslands og jafnvel haft áhrif á mikilvæga hluti eins og milliríkjaviðskipti. Aðgerðir til að uppfylla kröfur FATF geta tekið tíma og þess vegna þarf að búa svo um hnútana að á næsta ári verði þessi mál komin í gott horf,“ segir dr. Bercich. „Orðspor Íslands mun ekki bíða hnekki ef stjórnvöld bregðast rétt við og með skjótum hætti. Þannig geta þau sýnt umheiminum að landið taki þessi mál alvarlega.“Getum skarað fram úr Hugbúnaðarlausnin Lucinity vinnur úr upplýsingum um allar aðgerðir viðskiptavina fjármálafyrirtækis og nýtir sér gervigreind til að finna grunsamleg hegðunarmynstur. Í dag er lítil samhæfing milli banka sem gerir þeim erfitt fyrir að sjá heildarmyndina í kerfisbundnu peningaþvætti. Lucinity gerir bönkunum kleift að læra hver af öðrum og þannig finna brot sem annars hefði ekki komist upp um. „Það er tvennt sem þarf að huga að. Í fyrsta lagi þarf að komast af listanum og í öðru lagi þarf að byggja aftur upp traust. Íslenska fjármálakerfið er frekar einsleitt og með miðlæga grunna. Það felast því mikil tækifæri í því að byggja upp sameiginlegar og samþættar varnir gegn peningaþvætti. Ef viljinn er fyrir hendi getur Ísland skarað fram úr á þessu sviði og skapað hagræði í kaupbæti. Þá eru ótalin áhrif vegna tengsla peningaþvættis við aðra skipulagða glæpastarfsemi,“ segir dr. Bercich. Guðmundur nefnir að árlegt umfang peningaþvættis á heimsvísu sé metið nálægt 2.400 milljörðum Bandaríkjadala og því séu miklir fjármunir í húfi. Erlend glæpasamtök haldi úti heilu rannsóknar- og þróunardeildunum til að finna betri leiðir til peningaþvættis og staðsetja veikasta hlekkinn í keðjunni. „Ef þú ert veikasti hlekkurinn þá leitar fjármagnið til þín og það er nákvæmlega það sem gerðist hjá Danske Bank í Eystrasaltslöndunum sem var þá veikasti hlekkurinn í Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Viðskiptavild og orðspor Íslands geta beðið hnekki ef stjórnvöld bregðast ekki með skjótum hætti við því að Ísland lendi á gráum lista FATF. Vera Íslands á listanum getur torveldað einstaklingum og fyrirtækjum að stofna til nýrra viðskipta hjá erlendum fjármálastofnunum að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. „Það getur orðið erfiðara fyrir ný fyrirtæki að stofna til viðskipta erlendis. Til að mynda geta erlendir bankar þurft að gera sérstaklega grein fyrir af hverju þeir samþykkja íslensk fyrirtæki í viðskipti þegar þau koma frá landi sem er á gráa listanum. Auk þess geta fyrirtæki sem eiga nú þegar í viðskiptum erlendis þurft að færa betri rök fyrir fjármagnsflutningum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, stofnandi fjártæknifyrirtækisins Lucinity, í samtali við Markaðinn. Hann stofnaði Lucinity á síðasta ári eftir að hafa starfað sem yfirmaður samskiptaeftirlits og gervigreindar hjá fjármálarisanum Citigroup. Í síðustu viku var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi.Höftin veittu falskt öryggi Guðmundur segir að til skemmri tíma litið verði áhrifin af veru Íslands á listanum lítil. Ef það dregst hins vegar á langinn að komast af listanum getur það valdið tortryggni í viðskiptum og jafnvel haft áhrif á lánshæfi fyrirtækja og stofnana. „Þetta getur orðið hið versta mál fyrir viðskiptavild landsins ef ekki er brugðist skjótlega við,“ segir Guðmundur sem tekur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við þeim athugasemdum sem FATF hefur gert. Samt sem áður séu enn stór atriði sem standi út af. „Eftir fjármálahrunið vorum við í þeirri sérstöku stöðu að allar millifærslur til landsins voru grandskoðaðar. Það hefur ef til vill veitt okkur falskt öryggi sem gekk þó augljóslega ekki til lengdar. Þegar fjármagnshöftum var aflétt og fé tók skyndilega að flæða inn til landsins komu upp nýjar áskoranir og þá er mikilvægt að haldið sé rétt á spöðunum.“ Ástralinn dr. Justin Bercich er yfir gagnavísindum hjá Lucinity en hann starfaði áður sem gagnavísindamaður hjá breska fjármálaeftirlitinu (UK FCA). „Skammtímaáhrifin verða óveruleg, en ef við horfum eitt, tvö eða þrjú ár fram á veginn þá getur aðgerðaleysi skaðað orðspor Íslands og jafnvel haft áhrif á mikilvæga hluti eins og milliríkjaviðskipti. Aðgerðir til að uppfylla kröfur FATF geta tekið tíma og þess vegna þarf að búa svo um hnútana að á næsta ári verði þessi mál komin í gott horf,“ segir dr. Bercich. „Orðspor Íslands mun ekki bíða hnekki ef stjórnvöld bregðast rétt við og með skjótum hætti. Þannig geta þau sýnt umheiminum að landið taki þessi mál alvarlega.“Getum skarað fram úr Hugbúnaðarlausnin Lucinity vinnur úr upplýsingum um allar aðgerðir viðskiptavina fjármálafyrirtækis og nýtir sér gervigreind til að finna grunsamleg hegðunarmynstur. Í dag er lítil samhæfing milli banka sem gerir þeim erfitt fyrir að sjá heildarmyndina í kerfisbundnu peningaþvætti. Lucinity gerir bönkunum kleift að læra hver af öðrum og þannig finna brot sem annars hefði ekki komist upp um. „Það er tvennt sem þarf að huga að. Í fyrsta lagi þarf að komast af listanum og í öðru lagi þarf að byggja aftur upp traust. Íslenska fjármálakerfið er frekar einsleitt og með miðlæga grunna. Það felast því mikil tækifæri í því að byggja upp sameiginlegar og samþættar varnir gegn peningaþvætti. Ef viljinn er fyrir hendi getur Ísland skarað fram úr á þessu sviði og skapað hagræði í kaupbæti. Þá eru ótalin áhrif vegna tengsla peningaþvættis við aðra skipulagða glæpastarfsemi,“ segir dr. Bercich. Guðmundur nefnir að árlegt umfang peningaþvættis á heimsvísu sé metið nálægt 2.400 milljörðum Bandaríkjadala og því séu miklir fjármunir í húfi. Erlend glæpasamtök haldi úti heilu rannsóknar- og þróunardeildunum til að finna betri leiðir til peningaþvættis og staðsetja veikasta hlekkinn í keðjunni. „Ef þú ert veikasti hlekkurinn þá leitar fjármagnið til þín og það er nákvæmlega það sem gerðist hjá Danske Bank í Eystrasaltslöndunum sem var þá veikasti hlekkurinn í Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15