Grundvallarmál um skyldur lögmanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:45 Berglind tekur undir úrskurð Landsréttar. Mynd/aðsend Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Í nýlegum dómi Landsréttar var ekki fallist á með héraðsdómi að lögmaður áfrýjanda hefði brugðist lagalegum eða siðferðilegum skyldum sínum og ekki var heldur fallist á að það væru lagaskilyrði til þess að lækka gjafsóknarkostnað, þar með talið þóknun lögmannanna með vísan til þeirra forsendna. Lögmannafélagið tekur undir niðurstöðu Landsréttar í málinu en Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki geta svarað því hvort málinu sé þar með lokið. „Við höfum ekki sent Dómarafélaginu neinar formlegar athugasemdir að svo stöddu en málið hefur verið mikið rætt á meðal lögmanna,“ segir hún. Málið er barnaverndarmál þar sem lögmennirnir Oddgeir Einarsson og Flosi Hrafn Sigurðsson gættu réttinda foreldranna sem nutu lögbundinnar gjafsóknar. Í úrskurðinum var sá kostnaður lækkaður og vísað til þess að málið hefði ekki átt að fara svona langt vegna hagsmuna barnsins og að gjafsóknarkostnaður væri greiddur úr ríkissjóði sem fjármagnaður væri með skattfé vinnandi fólks. Gefið var í skyn að þeir væru að skara eld að eigin köku. Oddgeir áfrýjaði málinu fyrir skjólstæðing sinn og var niðurstöðunni breytt að því er varðaði gjafsóknarkostnaðinn. Berglind segist ekki muna eftir að hafa séð það áður í dómi að lögmönnum sé borið það svona harkalega á brýn að hafa gengið of langt í hagsmunagæslu. „Sama hvað dómaranum kann að finnast þá ber lögmönnum skylda til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda og beita öllum lögmætum úrræðum til þess, samkvæmt þeim lögum og siðareglum sem við vinnum eftir,“ segir hún og í grundvallaratriðum snúist málið um hverjar séu skyldur lögmanna. Jafnframt að nálgun héraðsdóms hafi gengið þvert gegn þessum reglum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira