Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. apríl 2019 18:30 Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja Sjálands, segir nauðsynlegt að efla baráttuna gegn hatursglæpum. Vísir/Friðrik „Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
„Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01