Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2019 19:30 Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira