Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2019 17:35 Aðhaldsaðgerðir standa nú yfir á spítalanum. Vísir/Vilhelm Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans en RÚV greindi fyrst frá. Í pistli sínum fer hann yfir þær aðhaldsaðgerðir sem hófust nú í haust en spítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var til að mynda tilkynnt í síðasta mánuði að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði. „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifar Páll. Hann segir að upphaf aðgerðanna hafi haldist í hendur við fækkun framkvæmdarstjóra innan spítalans ásamt launalækkun þeirra og forstjóra. Hann greinir einnig frá því að starfsfólki spítalans hafi verið sagt upp. „Þeim skipulagsbreytingum sem kynntar hafa verið hafa sömuleiðis fylgt sársaukafullar uppsagnir starfsfólks og tilflutningur í starfi.“ Einnig hafi stjórn spítalans gripið til þess ráðs að fella niður vaktaálagsauka hjá hjúkrunarfræðingum „enda [hafi] spítalinn ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir greiðslum umfram kjarasamninga,“ eins og Páll orðar það í pistlinum. Einnig standi yfir endurskoðun á fastri yfirvinnu á spítalanum. Rætt var við Reynir Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag um aðhaldsaðgerðirnar. Sagðist hann vonast til þess að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standi frammi fyrir. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," sagði Reynir þá í samtali við fréttastofu. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans en RÚV greindi fyrst frá. Í pistli sínum fer hann yfir þær aðhaldsaðgerðir sem hófust nú í haust en spítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var til að mynda tilkynnt í síðasta mánuði að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði. „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifar Páll. Hann segir að upphaf aðgerðanna hafi haldist í hendur við fækkun framkvæmdarstjóra innan spítalans ásamt launalækkun þeirra og forstjóra. Hann greinir einnig frá því að starfsfólki spítalans hafi verið sagt upp. „Þeim skipulagsbreytingum sem kynntar hafa verið hafa sömuleiðis fylgt sársaukafullar uppsagnir starfsfólks og tilflutningur í starfi.“ Einnig hafi stjórn spítalans gripið til þess ráðs að fella niður vaktaálagsauka hjá hjúkrunarfræðingum „enda [hafi] spítalinn ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir greiðslum umfram kjarasamninga,“ eins og Páll orðar það í pistlinum. Einnig standi yfir endurskoðun á fastri yfirvinnu á spítalanum. Rætt var við Reynir Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag um aðhaldsaðgerðirnar. Sagðist hann vonast til þess að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standi frammi fyrir. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," sagði Reynir þá í samtali við fréttastofu.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00
Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45
Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11
Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50