Rostov var komið með 0-2 forystu þegar Björn kom inná á 74.mínútu og skömmu síðar var staðan orðin 0-3. Ezequiel Ponce klóraði þá í bakkann fyrir heimamenn áður en Baktiyor Zaynutdinov gulltryggði 1-4 útisigur Rostov sem styrkti þar með stöðu sína í 3.sæti deildarinnar.
Á sama tíma stóð Rúnar Alex Rúnarsson allan tímann í marki Dijon þegar liðið beið lægri hlut fyrir Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, 0-1.