Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 4. apríl 2019 22:45 Úr leik kvöldsins. Vísir/vilhelm Stjarnan komst í kvöld yfir í undanúrslitum Dominos deildarinnar í sínu einvígi gegn ÍR. Garðbæingarnir unnu ÍR 96-63 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins. ÍR vann fyrsta leikhluta en eftir það sýndi Stjarnan gríðarlega yfirburði. Stjarnan eru því komnir einum sigri nær úrslitaeinvíginu en þeir geta unnið þrefalt ef þeir verða Íslandsmeistarar. Fyrsti leikhlutinn var eini spennandi leikhlutinn í kvöld eiginlega. Þetta var jafnt í upphafi en ÍR náðu síðan að losa Stjörnuna frá sér í smá stund og komust yfir 18-8. 5 stiga sókn hjá Stjörnunni skemmdi hinsvegar forystu ÍR ansi hratt og Stjarnan endaði leikhlutann betur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-16 fyrir ÍR. Stjarnan byrjaði annan leikhluta miklu betur og náðu tökum á leiknum þar. Stjarnan var að pressa ÍR allan leikinn og komu þeim út úr sínum sóknaraðgerðum. Sóknarlega gekk allt upp hjá Stjörnunni í öðrum leikhluta en Brandon Rozzell dró vagninn. Þeir náðu fljótlega í 14 stiga forskot ÍR náðu smá að svara fyrir sig í öðrum leikhluta en voru samt undir með 8 stigum í hálfleik. ÍR vilja líklegast gleyma seinni hálfleik sem fyrst bara. Heimamenn voru fljótir að gera út en Brandon Rozzell setti niður nokkra þrista sem komu mismuninum vel yfir 20 stigin og tóku baráttuna úr gestunum. ÍRingar börðust eitthvað í lokin en náðu aldrei að byrja endurkomu tilraun hvað þá að koma tilbaka í leiknum.Hart barist.vísir/vilhelmAf hverju vann Stjarnan? Stjarnan var miklu betra liðið í kvöld. ÍR hittu úr nokkrum þristum í byrjun en þegar þeir hættu að hitta fyrir utan misstu fyrir Stjörnuna alveg frá sér. Stjarnan spilaði frábæran liðskörfubolta allan leikinn. Þrátt fyrir að Brandon Rozzell hafi átt stóran hlut í sigrinum má ekki taka frá restinni af liðinu að þeir spiluðu mjög vel. Hverjir stóðu upp úr? Brandon Rozzell átti kafla í þessum leik þar sem manni leið eins og hann gæti skotið af einum fæti frá miðju með lokuð augun en hann myndi samt hitta. 28 stig úr 12 skotum og 5 vítum er fáranleg nýting en hann hitti úr 5 af 5 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Ef hann er í þessu stuði í allt vor geta Garðbæingar alveg byrjað að búa til pláss fyrir enn einn bikarinn. Ægir Þór Steinarsson er besti leikstjórnandi deildarinnar og minnti á það í kvöld. Hann stýrði sóknarleik Stjörnunnar frábærlega í kvöld en hann var með 12 stig og 10 stoðsendingar. Hann var líka frábær varnarlega og stal 2 boltum ásamt því að gera lífið oft mjög erfitt fyrir Matthías Orra leikstjórnanda ÍR. Heilt yfir voru flestir góðir hjá Stjörnunni í kvöld og væri að einhverju leyti hægt að koma öllum fyrir í þessum lið. Liðsvörnin var frábær ásamt því að sóknin stóð fyrir sínu. Hvað gekk illa? Rosaleg mikið hjá ÍR gekk illa í kvöld. Þeir náðu alltof sjaldan að komast framhjá fyrsta varnarmanninum og draga í sig hjálp. Þess vegna var allt rosalega erfitt hjá þeim sóknarlega og oft á tíðum leit út eins og þeir væru að reyna að troða sér í gegnum vörnina. Varnarlega voru þeir sömuleiðis mjög slæmir en þeir áttu gríðarlega erfitt með að stoppa Ægi og Brandon þegar hann fékk boltahindranir. Stjarnan fengu trekk í trekk frábær skot út úr því að láta Ægi eða Brandon fá boltahindrun og vinna út frá því. Hvað gerist næst? Það er bara áfram gakk fyrir bæði þessi lið. Næsti leikur er á mánudaginn í Hertz-Hellinum og það breytir litlu fyrir þau hvort mismunurinn hafi verið 1 stig, 10 stig eða 33 stig. Allir sigrar gilda jafnt í úrslitakeppninni og þetta snýst um að vera á undan upp í 3 sigra.Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld.vísir/vilhelmBorce: Þurfum að stoppa einn mann „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.”Hlynur berst við Sigurð Þorsteinsson í kvöld.vísir/vilhelm Hlynur: ÍR mæta eflaust allt öðruvísi í Seljaskóla„Við hittum vel á kafla þegar Brandon losnaði. Hann var oft dekkaður af mönnum sem hann kemst auðveldlega framhjá og hann nýtti sér það vel. Við náðum að gera hlutina mjög vel, fyrir utan nokkrar þriggja stiga körfur hjá þeim þarna í fyrri hálfleik. Hlutirnir voru orðnir erfiðir hjá þeim og við náðum yfirleitt að spila mjög góða vörn,” sagði Hlynur Bæringsson fyrirliði Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. Brandon Rozzell var frábær fyrir Stjörnuna í kvöld en á köflum leit út eins og hann gæti ekki klúðrað. Brandon var fenginn til liðsins í janúar glugganum en á stóran hlut í að liðið er búið að vinna 2 titla hingað til. Hvað ætli Hlyn finnist um að hafa hann í liðinu sínu? „Það er frábært að hafa hann og til þess er hann fenginn hingað. Okkur fannst við vanta svona jóker sem er kreatívur með boltann og svona. Hann er nákvæmlega þannig og líka mjög góður í að opna fyrir aðra. Hann er ekkert búinn að vera að gera þetta alla úrslitakeppnina en við tökum því fagnandi þegar hann gerir þetta svona.” Þið vinnið þennan leik með 33 stigum en eruð þið svona miklu betri en þeir? „Þetta var munurinn í kvöld. ÍR munu samt eflaust mæta allt öðruvísi í Seljaskóla. Það er allt öðruvísi. Það er allt annað að eiga við þá þar en þetta er auðvitað bara einn leikur. Við vorum fínir í kvöld.” Dominos-deild karla
Stjarnan komst í kvöld yfir í undanúrslitum Dominos deildarinnar í sínu einvígi gegn ÍR. Garðbæingarnir unnu ÍR 96-63 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins. ÍR vann fyrsta leikhluta en eftir það sýndi Stjarnan gríðarlega yfirburði. Stjarnan eru því komnir einum sigri nær úrslitaeinvíginu en þeir geta unnið þrefalt ef þeir verða Íslandsmeistarar. Fyrsti leikhlutinn var eini spennandi leikhlutinn í kvöld eiginlega. Þetta var jafnt í upphafi en ÍR náðu síðan að losa Stjörnuna frá sér í smá stund og komust yfir 18-8. 5 stiga sókn hjá Stjörnunni skemmdi hinsvegar forystu ÍR ansi hratt og Stjarnan endaði leikhlutann betur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-16 fyrir ÍR. Stjarnan byrjaði annan leikhluta miklu betur og náðu tökum á leiknum þar. Stjarnan var að pressa ÍR allan leikinn og komu þeim út úr sínum sóknaraðgerðum. Sóknarlega gekk allt upp hjá Stjörnunni í öðrum leikhluta en Brandon Rozzell dró vagninn. Þeir náðu fljótlega í 14 stiga forskot ÍR náðu smá að svara fyrir sig í öðrum leikhluta en voru samt undir með 8 stigum í hálfleik. ÍR vilja líklegast gleyma seinni hálfleik sem fyrst bara. Heimamenn voru fljótir að gera út en Brandon Rozzell setti niður nokkra þrista sem komu mismuninum vel yfir 20 stigin og tóku baráttuna úr gestunum. ÍRingar börðust eitthvað í lokin en náðu aldrei að byrja endurkomu tilraun hvað þá að koma tilbaka í leiknum.Hart barist.vísir/vilhelmAf hverju vann Stjarnan? Stjarnan var miklu betra liðið í kvöld. ÍR hittu úr nokkrum þristum í byrjun en þegar þeir hættu að hitta fyrir utan misstu fyrir Stjörnuna alveg frá sér. Stjarnan spilaði frábæran liðskörfubolta allan leikinn. Þrátt fyrir að Brandon Rozzell hafi átt stóran hlut í sigrinum má ekki taka frá restinni af liðinu að þeir spiluðu mjög vel. Hverjir stóðu upp úr? Brandon Rozzell átti kafla í þessum leik þar sem manni leið eins og hann gæti skotið af einum fæti frá miðju með lokuð augun en hann myndi samt hitta. 28 stig úr 12 skotum og 5 vítum er fáranleg nýting en hann hitti úr 5 af 5 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Ef hann er í þessu stuði í allt vor geta Garðbæingar alveg byrjað að búa til pláss fyrir enn einn bikarinn. Ægir Þór Steinarsson er besti leikstjórnandi deildarinnar og minnti á það í kvöld. Hann stýrði sóknarleik Stjörnunnar frábærlega í kvöld en hann var með 12 stig og 10 stoðsendingar. Hann var líka frábær varnarlega og stal 2 boltum ásamt því að gera lífið oft mjög erfitt fyrir Matthías Orra leikstjórnanda ÍR. Heilt yfir voru flestir góðir hjá Stjörnunni í kvöld og væri að einhverju leyti hægt að koma öllum fyrir í þessum lið. Liðsvörnin var frábær ásamt því að sóknin stóð fyrir sínu. Hvað gekk illa? Rosaleg mikið hjá ÍR gekk illa í kvöld. Þeir náðu alltof sjaldan að komast framhjá fyrsta varnarmanninum og draga í sig hjálp. Þess vegna var allt rosalega erfitt hjá þeim sóknarlega og oft á tíðum leit út eins og þeir væru að reyna að troða sér í gegnum vörnina. Varnarlega voru þeir sömuleiðis mjög slæmir en þeir áttu gríðarlega erfitt með að stoppa Ægi og Brandon þegar hann fékk boltahindranir. Stjarnan fengu trekk í trekk frábær skot út úr því að láta Ægi eða Brandon fá boltahindrun og vinna út frá því. Hvað gerist næst? Það er bara áfram gakk fyrir bæði þessi lið. Næsti leikur er á mánudaginn í Hertz-Hellinum og það breytir litlu fyrir þau hvort mismunurinn hafi verið 1 stig, 10 stig eða 33 stig. Allir sigrar gilda jafnt í úrslitakeppninni og þetta snýst um að vera á undan upp í 3 sigra.Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld.vísir/vilhelmBorce: Þurfum að stoppa einn mann „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.”Hlynur berst við Sigurð Þorsteinsson í kvöld.vísir/vilhelm Hlynur: ÍR mæta eflaust allt öðruvísi í Seljaskóla„Við hittum vel á kafla þegar Brandon losnaði. Hann var oft dekkaður af mönnum sem hann kemst auðveldlega framhjá og hann nýtti sér það vel. Við náðum að gera hlutina mjög vel, fyrir utan nokkrar þriggja stiga körfur hjá þeim þarna í fyrri hálfleik. Hlutirnir voru orðnir erfiðir hjá þeim og við náðum yfirleitt að spila mjög góða vörn,” sagði Hlynur Bæringsson fyrirliði Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. Brandon Rozzell var frábær fyrir Stjörnuna í kvöld en á köflum leit út eins og hann gæti ekki klúðrað. Brandon var fenginn til liðsins í janúar glugganum en á stóran hlut í að liðið er búið að vinna 2 titla hingað til. Hvað ætli Hlyn finnist um að hafa hann í liðinu sínu? „Það er frábært að hafa hann og til þess er hann fenginn hingað. Okkur fannst við vanta svona jóker sem er kreatívur með boltann og svona. Hann er nákvæmlega þannig og líka mjög góður í að opna fyrir aðra. Hann er ekkert búinn að vera að gera þetta alla úrslitakeppnina en við tökum því fagnandi þegar hann gerir þetta svona.” Þið vinnið þennan leik með 33 stigum en eruð þið svona miklu betri en þeir? „Þetta var munurinn í kvöld. ÍR munu samt eflaust mæta allt öðruvísi í Seljaskóla. Það er allt öðruvísi. Það er allt annað að eiga við þá þar en þetta er auðvitað bara einn leikur. Við vorum fínir í kvöld.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti