Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:56 Mótmæli voru haldin þegar 55 ár voru liðin frá valdaráninu á sunnudag. Skilti mótmælandans segir að það hafi verið einræði, pyntingar hafi átt sér stað og að jörðin sé hnöttótt. Vísir/Getty Menntamálaráðherra Brasilíu ætlar að endurskoða kennslubækur þannig að ekki verði talað um valdarán hersins fyrir 55 árum sem slíkt heldur „fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags“. Þannig vill að brasilískum börnum verði kennd „víðari útgáfa sögunnar“. Jair Bolsonaro, hægriöfgamaðurinn sem var kjörinn forseti Brasilíu í fyrra, hefur margoft mært herforingjastjórnina sem réði ríkjum í landinu í 21 ár. Um helgina skipaði hann hernum að halda upp á að 55 ár væru liðin frá því að herinn rændi völdum af vinstrimanninum Joao Goulart. Nú vill Ricardo Vélez, menntamálaráðherra, að hætt verði að tala um „valdarán“ í kennslubókum fyrir skóla og að talað verði um herforingjastjórnina sem „lýðræðislega stjórn með valdi“. Tilgangurinn sé að börn geti myndað sér „sanna og raunverulega hugmynd“ um það sem átti sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Brasilísk saga sýnir að það sem gerðist 31. mars árið 1964 var fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags,“ sagði ráðherrann í viðtali. Hátt í fimm hundruð manns voru myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar og þúsundir til viðbótar voru fangelsaðir og pyntaðir í landinu. Vélez telur að stjórn hersins hafi verið nauðsynleg á sínum tíma. Þegar Goulart var steypt af stóli hafi það ekki verið valdarán gegn stjórnarskránni á þeim tíma heldur „stofnanaleg tilfærsla“. Hugmyndir ráðherrans falla þó í grýttan jarðveg hjá forseta námsgagnastofnunar Brasilíu. Hann segir að breytingar á kennsluefni verði aðeins byggðar á víðtækum rannsóknum en ekki skoðunum. Stofnunin væri alfarið á móti endurskoðun sögunnar sem byggðist á skoðunum. Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Menntamálaráðherra Brasilíu ætlar að endurskoða kennslubækur þannig að ekki verði talað um valdarán hersins fyrir 55 árum sem slíkt heldur „fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags“. Þannig vill að brasilískum börnum verði kennd „víðari útgáfa sögunnar“. Jair Bolsonaro, hægriöfgamaðurinn sem var kjörinn forseti Brasilíu í fyrra, hefur margoft mært herforingjastjórnina sem réði ríkjum í landinu í 21 ár. Um helgina skipaði hann hernum að halda upp á að 55 ár væru liðin frá því að herinn rændi völdum af vinstrimanninum Joao Goulart. Nú vill Ricardo Vélez, menntamálaráðherra, að hætt verði að tala um „valdarán“ í kennslubókum fyrir skóla og að talað verði um herforingjastjórnina sem „lýðræðislega stjórn með valdi“. Tilgangurinn sé að börn geti myndað sér „sanna og raunverulega hugmynd“ um það sem átti sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Brasilísk saga sýnir að það sem gerðist 31. mars árið 1964 var fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags,“ sagði ráðherrann í viðtali. Hátt í fimm hundruð manns voru myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar og þúsundir til viðbótar voru fangelsaðir og pyntaðir í landinu. Vélez telur að stjórn hersins hafi verið nauðsynleg á sínum tíma. Þegar Goulart var steypt af stóli hafi það ekki verið valdarán gegn stjórnarskránni á þeim tíma heldur „stofnanaleg tilfærsla“. Hugmyndir ráðherrans falla þó í grýttan jarðveg hjá forseta námsgagnastofnunar Brasilíu. Hann segir að breytingar á kennsluefni verði aðeins byggðar á víðtækum rannsóknum en ekki skoðunum. Stofnunin væri alfarið á móti endurskoðun sögunnar sem byggðist á skoðunum.
Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35
Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent