Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 13:11 Flosi segir vinnustöðum standa ýmsar leiðir í boði til að stytta vinnuvikuna hjá sér. Lífskjarasamningurinn felur meðal annars í sér að samþætta atvinnu og einkalíf og er fyrsta skrefið stigið með styttingu vinnuvikunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það ákvæði valkvætt innan hvers vinnustaðar og hefjast megi handa við innleiðinguna um leið og kjarasamningar hafa verið samþykktir. ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.Ýmsar leiðir í boði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt. „Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi. Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum. „Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann. Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Lífskjarasamningurinn felur meðal annars í sér að samþætta atvinnu og einkalíf og er fyrsta skrefið stigið með styttingu vinnuvikunnar. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir það ákvæði valkvætt innan hvers vinnustaðar og hefjast megi handa við innleiðinguna um leið og kjarasamningar hafa verið samþykktir. ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.Ýmsar leiðir í boði Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt. „Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi. Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum. „Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann.
Kjaramál Verkföll 2019 Vinnumarkaður Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira