Bíó og sjónvarp

Game of Thrones: Mikið húllumhæ á frumsýningu

Samúel Karl Ólason skrifar
Það var mikið um húllumhæ á frumsýningu áttundu þáttaraðar Game of Thrones sem fram fór í New York í gær. Starfsmenn þáttanna og leikarar sem hafa að þeim komið í gegnum árin komu saman, horfðu á fyrsta þáttinn og fóru svo í samkvæmi.

Við hin þurfum samt að bíða í eina og hálfa viku.

Meðal þeirra sem mættu voru leikarar sem hafa ekki sést í þáttunum í áraraðir, aðallega vegna þess að persónur þeirra voru drepnar. Þeirra á meðal voru Sean Bean, Jason Momoa, Pedro Pascal, Mark Addy og Jack Gleeson.

Hér að neðan má sjá blaðamenn ræða við leikara GOT og myndir frá kvöldinu.

Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.


Tengdar fréttir

Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok

Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×