Leggja til 33 milljarða króna göng sem verða þau lengstu á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 14:15 Samgöngur til og frá Seyðisfirði um Fjarðarheiði geta verið strembnar á öllum árstímum. Vísir/Vilhelm Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. Annars vegar yrðu það göng á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Er það mat hópsins að slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir skýrsluna á opnum íbúafundi á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 18 í kvöld. Skýrslan var einnig kynnt á fundi með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi í morgun. Göng undir Fjarðarheiði yrðu lengstu göng Íslands, eða 13,4 km. Verkefnishópurinn áætlar að kostnaður vegna þeirra geti numið um 33-34 milljörðum króna en nákvæm kostnaðargreining hefur ekki verið unnin. Heildarkostnaður við hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði og síðar yfir í Mjóafjörð og Norðfjörð er áætlaður um 64 milljarðar kr. Samanlögð lengd þriggja ganga í hringtengingu er 25,7 km. Vegir utan ganga yrðu samtals um 6-8 km. Með því væri hægt að fara láglendisveg alla leið til Egilsstaða í stað leiðarinnar um Fagradal auk þess sem vegalengdir styttast fyrir byggðir á fjörðunum. Í skýrslu sinni telur hópurinn veggjöld vera fýsileg fyrir göng af þessu tagi og að íbúar hafi lýst sig reiðubúna til að greiða veggjöld. Verkefnishópurinn telur tekjur af veggjaldi geta staðið undir rekstri og viðhaldi ganganna en myndu skila litlu sem engu í stofnkostnað. Verkefnishópurinn mat fjóra ólíka valkosti um mögulegar samgöngubætur í skýrslu sinni. Þessar greiningar fylgja skýrslunni. Valkostirnir fjórir voru:Valkostur 1 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði.Valkostur 2 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði ásamt göngum til Mjóafjarðar og göngum þaðan til Norðfjarðar.Valkostur 3 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, önnur undir Mjóafjarðarheiði milli Mjóafjarðar og Héraðs og þau þriðju milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.Valkostur 4 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og önnur milli Mjóafjarðar og Héraðs. Verkefnishópurinn fól ráðgjafafyrirtækinu KPMG að gera sérstaka könnun á samfélagslegum áhrifum þar sem gerð er grein fyrir sviðsmyndum um áhrif ólíkra valkosta jarðgangagerðar. Tekin voru viðtöl við íbúa og hagsmunaaðila á Austurlandi haustið 2018 og fram á þetta ár. Þar kom fram að vilji Austfirðinga standi til þess að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang. Í því væri m.a. horft til þess að síðar verði hægt að grafa önnur göng til að mynda hringtengingu. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) ályktaði haustið 2018 að jarðgöng undir Fjarðarheiði væru „forgangsverkefni í jarðgangagerð á Austurlandi, enda aðstæður íbúa á Seyðisfirði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað lengur.“ Rannsóknir á jarðfræðilegum aðstæðum lágu fyrir vegna fyrri athugana á jarðgangakostum. Verkefnishópurinn lét á hinn bóginn gera athugun á veðuraðstæðum við helstu jarðgangakosti. Í verkefnishópnum sátu Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri fram til 1. júlí 2018 , formaður, Adolf Guðmundsson, lögfræðingur, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fram til 2018, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun. Með hópnum störfuðu Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri og Friðfinnur Skaftason sérfræðingur úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, forstöðumaður áætlana hjá Vegagerðinni.Skýrsluna má sjá hér. Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Verkefnishópur sem skipaður var af samgönguráðherra leggur til að gerð verði jarðgöng undir Fjarðarheiði til að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum. Annars vegar yrðu það göng á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Er það mat hópsins að slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir skýrsluna á opnum íbúafundi á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 18 í kvöld. Skýrslan var einnig kynnt á fundi með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi í morgun. Göng undir Fjarðarheiði yrðu lengstu göng Íslands, eða 13,4 km. Verkefnishópurinn áætlar að kostnaður vegna þeirra geti numið um 33-34 milljörðum króna en nákvæm kostnaðargreining hefur ekki verið unnin. Heildarkostnaður við hringtengingu með göngum undir Fjarðarheiði og síðar yfir í Mjóafjörð og Norðfjörð er áætlaður um 64 milljarðar kr. Samanlögð lengd þriggja ganga í hringtengingu er 25,7 km. Vegir utan ganga yrðu samtals um 6-8 km. Með því væri hægt að fara láglendisveg alla leið til Egilsstaða í stað leiðarinnar um Fagradal auk þess sem vegalengdir styttast fyrir byggðir á fjörðunum. Í skýrslu sinni telur hópurinn veggjöld vera fýsileg fyrir göng af þessu tagi og að íbúar hafi lýst sig reiðubúna til að greiða veggjöld. Verkefnishópurinn telur tekjur af veggjaldi geta staðið undir rekstri og viðhaldi ganganna en myndu skila litlu sem engu í stofnkostnað. Verkefnishópurinn mat fjóra ólíka valkosti um mögulegar samgöngubætur í skýrslu sinni. Þessar greiningar fylgja skýrslunni. Valkostirnir fjórir voru:Valkostur 1 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði.Valkostur 2 – Jarðgöng undir Fjarðarheiði ásamt göngum til Mjóafjarðar og göngum þaðan til Norðfjarðar.Valkostur 3 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, önnur undir Mjóafjarðarheiði milli Mjóafjarðar og Héraðs og þau þriðju milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.Valkostur 4 – Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og önnur milli Mjóafjarðar og Héraðs. Verkefnishópurinn fól ráðgjafafyrirtækinu KPMG að gera sérstaka könnun á samfélagslegum áhrifum þar sem gerð er grein fyrir sviðsmyndum um áhrif ólíkra valkosta jarðgangagerðar. Tekin voru viðtöl við íbúa og hagsmunaaðila á Austurlandi haustið 2018 og fram á þetta ár. Þar kom fram að vilji Austfirðinga standi til þess að Fjarðarheiðargöng verði sett í forgang. Í því væri m.a. horft til þess að síðar verði hægt að grafa önnur göng til að mynda hringtengingu. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) ályktaði haustið 2018 að jarðgöng undir Fjarðarheiði væru „forgangsverkefni í jarðgangagerð á Austurlandi, enda aðstæður íbúa á Seyðisfirði slíkar á vetrum að ekki verður við það unað lengur.“ Rannsóknir á jarðfræðilegum aðstæðum lágu fyrir vegna fyrri athugana á jarðgangakostum. Verkefnishópurinn lét á hinn bóginn gera athugun á veðuraðstæðum við helstu jarðgangakosti. Í verkefnishópnum sátu Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri fram til 1. júlí 2018 , formaður, Adolf Guðmundsson, lögfræðingur, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar fram til 2018, Jóna Árný Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi og Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður hjá Byggðastofnun. Með hópnum störfuðu Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri og Friðfinnur Skaftason sérfræðingur úr samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, forstöðumaður áætlana hjá Vegagerðinni.Skýrsluna má sjá hér.
Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira