Dramadrottning NFL-deildarinnar auglýsir eftir hjálmi á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 14:30 Antonio Brown elskar myndavélarnar og það sem hann sér í speglinum. Getty/Kevin Mazur/G Það hefur verið afar erfitt að vera NFL-leikmaðurinn Antonio Brown í haust í það minnsta ef maður spyr hann sjálfan. Fyrstu vikur eins besta útherja deildarinnar hjá Oakland Raiders hafa verið ein löng sápuópera og heimurinn fær að fylgjast með dramadrottningu NFL-deildarinnar bæði í gegnum bandaríska miðla sem og gegn Hard Knocks þáttinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport en fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Antonio Brown mætti í æfingabúðir Oakland Raiders í loftbelg og vitnaði síðan í Muhammad Ali með orðinum „Float like a butterfly, sting like a bee“ nema að hann breytti bee í AB sem er skammstöfun fyrir nafnið hans. Brown hefur hins vegar verið algjörlega bitlaus á æfingunum. Það er ekki nóg með að Antonio Brown hafi fryst á sér iljarnar í kæliklefanum og hefur lítið getað æft af þeim sökum þá er NFL-deildin hörð á því að skikka hann til að spila með nýjan hjálm á komandi tímabili. Antonio Brown hefur verið einn allra besti útherji NFL-deildarinnar undanfarin ár en þá spilaði hann með Pittsburg Steelers. Steelers fékk hins vegar nóg af stjörnustælunum í karlinum og skipti honum til Oakland Raiders í sumar.If you have a "2010 Schutt Air Advantage Adult Large Helmet" then Antonio Brown wants to talk to you https://t.co/FHO906QzN1 — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2019Antonio Brown fékk að vita það í fyrra að hann yrði að skipta um hjálm. Síðasta tímabil átti því að fara í að leita sér að nýjum leyfilegum hjálm það er hjálm sem stenst nýjar strangari öryggiskröfur NFL. Antonio Brown pældi hins vegar ekkert í því og kærði síðan þá ákvörðun NFL-deildarinnar að þvinga hann í að skipta um hjálm í haust. Hann hótaði því meðal annars að hætta í NFL-deildinni en stóð síðan ekki við það þegar áfrýjun hans var hafnað. Nýjasta útspil útherjans er síðan að auglýsa eftir hjálmi á twitter en hjálmurinn verður að vera framleiddur 2010 eða síðar. Brown lofar að láta viðkomandi fá áritaðan Oakland Raiders hjálm sem hann hefur nota sjálfur á æfingum. Hér fyrir neðan má sjá tilboðið frá Antonio Brown."I'm looking for a Schutt Air Advantage Adult Large Helmet that was manufactured in 2010 or after. In exchange I will trade a signed practice worn @Raiders helmet." — AB (@AB84) August 13, 2019 NFL Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Það hefur verið afar erfitt að vera NFL-leikmaðurinn Antonio Brown í haust í það minnsta ef maður spyr hann sjálfan. Fyrstu vikur eins besta útherja deildarinnar hjá Oakland Raiders hafa verið ein löng sápuópera og heimurinn fær að fylgjast með dramadrottningu NFL-deildarinnar bæði í gegnum bandaríska miðla sem og gegn Hard Knocks þáttinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport en fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Antonio Brown mætti í æfingabúðir Oakland Raiders í loftbelg og vitnaði síðan í Muhammad Ali með orðinum „Float like a butterfly, sting like a bee“ nema að hann breytti bee í AB sem er skammstöfun fyrir nafnið hans. Brown hefur hins vegar verið algjörlega bitlaus á æfingunum. Það er ekki nóg með að Antonio Brown hafi fryst á sér iljarnar í kæliklefanum og hefur lítið getað æft af þeim sökum þá er NFL-deildin hörð á því að skikka hann til að spila með nýjan hjálm á komandi tímabili. Antonio Brown hefur verið einn allra besti útherji NFL-deildarinnar undanfarin ár en þá spilaði hann með Pittsburg Steelers. Steelers fékk hins vegar nóg af stjörnustælunum í karlinum og skipti honum til Oakland Raiders í sumar.If you have a "2010 Schutt Air Advantage Adult Large Helmet" then Antonio Brown wants to talk to you https://t.co/FHO906QzN1 — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2019Antonio Brown fékk að vita það í fyrra að hann yrði að skipta um hjálm. Síðasta tímabil átti því að fara í að leita sér að nýjum leyfilegum hjálm það er hjálm sem stenst nýjar strangari öryggiskröfur NFL. Antonio Brown pældi hins vegar ekkert í því og kærði síðan þá ákvörðun NFL-deildarinnar að þvinga hann í að skipta um hjálm í haust. Hann hótaði því meðal annars að hætta í NFL-deildinni en stóð síðan ekki við það þegar áfrýjun hans var hafnað. Nýjasta útspil útherjans er síðan að auglýsa eftir hjálmi á twitter en hjálmurinn verður að vera framleiddur 2010 eða síðar. Brown lofar að láta viðkomandi fá áritaðan Oakland Raiders hjálm sem hann hefur nota sjálfur á æfingum. Hér fyrir neðan má sjá tilboðið frá Antonio Brown."I'm looking for a Schutt Air Advantage Adult Large Helmet that was manufactured in 2010 or after. In exchange I will trade a signed practice worn @Raiders helmet." — AB (@AB84) August 13, 2019
NFL Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira