Nokkrir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál í morgun.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um mikið magn fíkniefna að ræða.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið og sagði að tilkynningu væri að vænta frá embættinu.

