Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, tilkynnti stjórn félagsins í gær um uppsögn sína. Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. Hendrik hefur unnið fyrir félagið í 12 ár, fyrstu 10 árin sem forstjóri dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, Magn, en síðustu tvö ár sem forstjóri bæði Skeljungs og Magn.
Haft er eftir Hendrik að síðustu tvö ár hafi verið bæði spennandi og skemmtileg. Í ljósi þess að flestum verkefnanna sem hann hafi tekið að sér sé nú lokið og með nýju eignarhaldi og nýrri stjórn sé rétti tíminn til að einbeita sér að starfinu sem forstjóri Magn. – sar
