Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2019 21:00 Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. Alþingi samþykkti jafnframt í gær frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Ný heildarlög gilda um sameinaða stofnun sem mun starfa undir heitinu Seðlabanki Íslands. Lögin fela í sér margþættar breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára. Með honum verða svo þrír varaseðlabankastjórar sem einnig verða skipaðir til fimm ára í senn. Einn varaseðlabankastjóri leiðir málefni peningastefnu, annar fjármálastöðugleika og sá þriðji fjármálaeftirlit. Þeir tveir síðastnefndu verða skipaðir að fenginni tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Stöður forstjóra og aðstoðarforstjóra FME verða lagðar niður. En býður þetta fyrirkomulag upp á árekstra? „Það veltur á því hvernig fólki tekst að vinna saman en ég ekki von á því. Þetta er teiknað upp í þeim tilgangi að þetta virki og þetta á að geta gengið mjög vel,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Unnur verður starfsmaður Seðlabankans eftir sameiningu. Óvíst er hvaða stöðu hún mun gegna hjá sameinaðri stofnun en frumvarp um sameininguna gerir ráð fyrir að heimilt sé að flytja forstjóra FME í starf varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits án auglýsingar. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvort þessi heimild verði nýtt. Sameinuð stofnun verður uppbyggð af þremur stoðum, peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd. Sú síðastefnda mun lúta stjórn varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits og mun fara með valdheimildir sem FME fór með áður. Allir starfsmenn FME flytjast til Seðlabankans við sameininguna. Unnur Gunnarsdóttir segir að Seðlabankinn muni starfa á tveimur stöðum enda rúmi húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg ekki þann fjölda sem mun starfa hjá sameinaðri stofnun. „Ég held að mér sé óhætt að segja að það sé ekki raunhæft,“ segir Unnur.Endir bundinn á 20 ára tilraun Sameining FME og Seðlabankans á sér nokkurn aðdraganda. Í frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann kemur fram rökstuðningur fyrir sameiningu þessara stofnana. Í kjölfar bankahrunsins 2008 komu fram ábendingar um breytingar sem væru æskilegar í tengslum við fyrirkomulag eftirlits með bankakerfinu í skýrslum sérfræðinga sem unnar voru að beiðni stjórnvalda. Þar má nefna skýrslu Kaarlo Jännäri frá 2009, skýrslu Mats Josefsson frá 2011, skýrslu Andrew Large frá 2012, skýrslu Gavin Bingham, Jóns Sigurðssonar og Kaarlo Jännäri frá 2012, skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2009–2018, skýrslu starfshóps um framtíð íslenskrar peningastefnu frá 2018 ásamt greinargerð Kristin Forbes sem var birt sem fylgiskjal með þeirri skýrslu og skýrsla starfshóps um endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi frá 2018. Í öllum þessum skýrslum, nema í skýrslu um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, er lagt til að starfsemi Fjármálaeftirlitsins verði að einhverju leyti sameinuð Seðlabankanum, annaðhvort að hluta eða öllu leyti. Er þetta rakið í greinargerð með frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Í öllum skýrslunum er möguleg sameining seðlabanka og fjármálaeftirlits rökstudd með aukinni skilvirkni, greiðari upplýsingaskiptum, bættri heildaryfirsýn á kerfisáhættu og skýrari ábyrgð ákvarðana. Í október 2018 ákvað ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. Í kjölfarið skipaði forsætisráðherra fjögurra manna verkefnisstjórn sem fékk það verkefni að vinna drög að lagafrumvörpum um sameininguna. Þessi frumvörp lágu fyrir í febrúar á þessu ári. Segja má að með sameiningu FME og Seðlabankans sé endir bundinn á 20 ára tilraun sem hófst árið 1999. Þá tók Fjármálaeftirlitið til starfa sem sjálfstæð ríkisstofnun eftir að hafa verið deild í Seðlabankanum eða „bankaeftirlit Seðlabankans“ eins og það var kallað á þeim tíma. Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. Alþingi samþykkti jafnframt í gær frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Ný heildarlög gilda um sameinaða stofnun sem mun starfa undir heitinu Seðlabanki Íslands. Lögin fela í sér margþættar breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára. Með honum verða svo þrír varaseðlabankastjórar sem einnig verða skipaðir til fimm ára í senn. Einn varaseðlabankastjóri leiðir málefni peningastefnu, annar fjármálastöðugleika og sá þriðji fjármálaeftirlit. Þeir tveir síðastnefndu verða skipaðir að fenginni tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Stöður forstjóra og aðstoðarforstjóra FME verða lagðar niður. En býður þetta fyrirkomulag upp á árekstra? „Það veltur á því hvernig fólki tekst að vinna saman en ég ekki von á því. Þetta er teiknað upp í þeim tilgangi að þetta virki og þetta á að geta gengið mjög vel,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Unnur verður starfsmaður Seðlabankans eftir sameiningu. Óvíst er hvaða stöðu hún mun gegna hjá sameinaðri stofnun en frumvarp um sameininguna gerir ráð fyrir að heimilt sé að flytja forstjóra FME í starf varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits án auglýsingar. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvort þessi heimild verði nýtt. Sameinuð stofnun verður uppbyggð af þremur stoðum, peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd. Sú síðastefnda mun lúta stjórn varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits og mun fara með valdheimildir sem FME fór með áður. Allir starfsmenn FME flytjast til Seðlabankans við sameininguna. Unnur Gunnarsdóttir segir að Seðlabankinn muni starfa á tveimur stöðum enda rúmi húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg ekki þann fjölda sem mun starfa hjá sameinaðri stofnun. „Ég held að mér sé óhætt að segja að það sé ekki raunhæft,“ segir Unnur.Endir bundinn á 20 ára tilraun Sameining FME og Seðlabankans á sér nokkurn aðdraganda. Í frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann kemur fram rökstuðningur fyrir sameiningu þessara stofnana. Í kjölfar bankahrunsins 2008 komu fram ábendingar um breytingar sem væru æskilegar í tengslum við fyrirkomulag eftirlits með bankakerfinu í skýrslum sérfræðinga sem unnar voru að beiðni stjórnvalda. Þar má nefna skýrslu Kaarlo Jännäri frá 2009, skýrslu Mats Josefsson frá 2011, skýrslu Andrew Large frá 2012, skýrslu Gavin Bingham, Jóns Sigurðssonar og Kaarlo Jännäri frá 2012, skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2009–2018, skýrslu starfshóps um framtíð íslenskrar peningastefnu frá 2018 ásamt greinargerð Kristin Forbes sem var birt sem fylgiskjal með þeirri skýrslu og skýrsla starfshóps um endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi frá 2018. Í öllum þessum skýrslum, nema í skýrslu um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, er lagt til að starfsemi Fjármálaeftirlitsins verði að einhverju leyti sameinuð Seðlabankanum, annaðhvort að hluta eða öllu leyti. Er þetta rakið í greinargerð með frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Í öllum skýrslunum er möguleg sameining seðlabanka og fjármálaeftirlits rökstudd með aukinni skilvirkni, greiðari upplýsingaskiptum, bættri heildaryfirsýn á kerfisáhættu og skýrari ábyrgð ákvarðana. Í október 2018 ákvað ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. Í kjölfarið skipaði forsætisráðherra fjögurra manna verkefnisstjórn sem fékk það verkefni að vinna drög að lagafrumvörpum um sameininguna. Þessi frumvörp lágu fyrir í febrúar á þessu ári. Segja má að með sameiningu FME og Seðlabankans sé endir bundinn á 20 ára tilraun sem hófst árið 1999. Þá tók Fjármálaeftirlitið til starfa sem sjálfstæð ríkisstofnun eftir að hafa verið deild í Seðlabankanum eða „bankaeftirlit Seðlabankans“ eins og það var kallað á þeim tíma.
Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira