Heiðra minningu Helgu Katrínar á Þjórshátíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2019 14:30 Helga Katrín Tryggvadóttir var ötul baráttukona fyrir verndun Þjórsár. Hún lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini en vinir hennar og fjölskylda heiðra nú minningu hennar með tónlistar- og náttúruhátíðinni Þjórshátíð um helgina. jón levy Næstkomandi laugardag, þann 22. júní, verður tónlistar- og náttúruhátíðin Þjórshátíð haldin að Flatholti við mynni Þjórsárdals. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Teitur Magnússon og Æðisgengið, GDRN og Gróa. Hátíðin er nú haldin í annað sinn til þess að berjast gegn fyrirhugaðri Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsá og til þess að heiðra minningu Helgu Katrínar Tryggvadóttur, doktorsnema í mannfræði og baráttukonu, sem lést úr heilakrabbameini síðastliðið sumar, aðeins 34 ára að aldri. Þjórshátíð er haldin í samstarfi við Stelpur rokka!, rokkbúða fyrir stelpur, en Helga Katrín var á meðal stofnenda búðanna hér á landi. Þá var hún ein af aðalskipuleggjendum fyrstu Þjórshátíðarinnar sem haldin var árið 2012. Helga Katrín var úr sveitinni, nánar tiltekið frá Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og var Þjórsá henni alltaf mjög hugleikin að sögn Áslaugar Einarsdóttur, vinkonu Helgu Katrínar, sem er ein af skipuleggjendum Þjórshátíðar í ár.Aðgangur er ókeypis á hátíðina og gefa allir vinnu sína sem að henni koma.Neikvæð umsögn Skipulagsstofnunar Hvammsvirkjun var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar með þingsályktunartillögu árið 2015 og er enn í þeim flokki. „Hvammsvirkjun vofir svona yfir samfélaginu þarna og hefur gert í mörg ár. Staðan er sú Skipulagsstofnun hefur gefið henni mjög neikvæða umsögn. Það álit kom út í fyrra en virkjunin er talin hafa mjög neikvæð áhrif á landslag og neikvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu á svæðinu. Samfélagið í grenndinni er bara að berjast fyrir því að það verði hætt við öll virkjanaáform í Þjórsá að hún sé meira virði óröskuð heldur en virkjuð,“ segir Áslaug. Auk Hvammsvirkjunar eru tvær virkjanir í neðri hluta hennar í biðflokki, það eru Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Áslaug bendir á rannsókn þeirra Guðbjargar Jóhannesdóttur og Eddu Waage um gildi landslagsins í Þjórsá en rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum fyrir nokkrum árum. „Það er verið að fjalla um í rannsókninni að við tökum aldrei virði landslagsins inn í stóra lífsgæðareikninginn en landslag hefur bara mjög mikil jákvæð áhrif á lífsgæði okkar. Fólk er að mótmæla því að það sé ekki tekið inn í myndina og að við séum ennþá föst í einhverri stóriðjustefnu sem leggur áherslu á einhver ókomin kísilver á kostnað náttúrunnar. Þetta er úrelt hugmyndafræði og við þurfum að skipta um gír,“ segir Áslaug.Baráttukona sem lét til sín taka á mörgum sviðum Hún segir Þjórshátíð haldna bæði til þess að heiðra minningu Helgu Katrínar og til að halda baráttunni um að hætt verði við Hvammsvirkjun og hún tekin úr nýtingarflokki. „Við viljum hvetja samfélagið til að velta fyrir sér hvort það sé ekki verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og hvort að núverandi stóriðjustefna sé ekki að vera úrelt,“ segir Áslaug. Helga Katrín var ekki aðeins baráttukona á sviði náttúruverndar heldur lét hún sig fjölmörg málefni sig varða, til dæmis málefni flóttafólks og hælisleitenda.Frá Þjórsá í Gnúpverjarhreppi sem skipuleggjendur Þjórshátíðar vilja vernda.edda pálsdóttirJón Levy Guðmundsson, eiginmaður Helgu Katrínar, segir í samtali við Vísi að barátta hennar hafi snúið að valdinu og hvernig valdhafar geti beitt sér til þess að ná sínu fram. Þannig hafi til að mynda meistararitgerð hennar í mannfræði fjallað um andóf gegn valdinu, til dæmis í tengslum við andófshreyfingar sem börðust á sínum tíma gegn Kárahnjúkavirkjun. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Helga síðan stöðu flóttafólks hér á landi en hún starfaði meðal annars með No Borders-hópnum að aðgerðum í þágu hælisleitenda og flóttafólks. Þá var nýverið haldið málþing í Háskóla Íslands um framlag hennar til fræða á sviði fólksflutninga og fólks á flótta. Eins og áður segir er Þjórshátíð á laugardaginn. Hún hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 22 en nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Orna með Teiti Magnússyni, en hann er einn þeirra sem koma fram á hátíðinni. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tónlist Umhverfismál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Næstkomandi laugardag, þann 22. júní, verður tónlistar- og náttúruhátíðin Þjórshátíð haldin að Flatholti við mynni Þjórsárdals. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Teitur Magnússon og Æðisgengið, GDRN og Gróa. Hátíðin er nú haldin í annað sinn til þess að berjast gegn fyrirhugaðri Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsá og til þess að heiðra minningu Helgu Katrínar Tryggvadóttur, doktorsnema í mannfræði og baráttukonu, sem lést úr heilakrabbameini síðastliðið sumar, aðeins 34 ára að aldri. Þjórshátíð er haldin í samstarfi við Stelpur rokka!, rokkbúða fyrir stelpur, en Helga Katrín var á meðal stofnenda búðanna hér á landi. Þá var hún ein af aðalskipuleggjendum fyrstu Þjórshátíðarinnar sem haldin var árið 2012. Helga Katrín var úr sveitinni, nánar tiltekið frá Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og var Þjórsá henni alltaf mjög hugleikin að sögn Áslaugar Einarsdóttur, vinkonu Helgu Katrínar, sem er ein af skipuleggjendum Þjórshátíðar í ár.Aðgangur er ókeypis á hátíðina og gefa allir vinnu sína sem að henni koma.Neikvæð umsögn Skipulagsstofnunar Hvammsvirkjun var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar með þingsályktunartillögu árið 2015 og er enn í þeim flokki. „Hvammsvirkjun vofir svona yfir samfélaginu þarna og hefur gert í mörg ár. Staðan er sú Skipulagsstofnun hefur gefið henni mjög neikvæða umsögn. Það álit kom út í fyrra en virkjunin er talin hafa mjög neikvæð áhrif á landslag og neikvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu á svæðinu. Samfélagið í grenndinni er bara að berjast fyrir því að það verði hætt við öll virkjanaáform í Þjórsá að hún sé meira virði óröskuð heldur en virkjuð,“ segir Áslaug. Auk Hvammsvirkjunar eru tvær virkjanir í neðri hluta hennar í biðflokki, það eru Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Áslaug bendir á rannsókn þeirra Guðbjargar Jóhannesdóttur og Eddu Waage um gildi landslagsins í Þjórsá en rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum fyrir nokkrum árum. „Það er verið að fjalla um í rannsókninni að við tökum aldrei virði landslagsins inn í stóra lífsgæðareikninginn en landslag hefur bara mjög mikil jákvæð áhrif á lífsgæði okkar. Fólk er að mótmæla því að það sé ekki tekið inn í myndina og að við séum ennþá föst í einhverri stóriðjustefnu sem leggur áherslu á einhver ókomin kísilver á kostnað náttúrunnar. Þetta er úrelt hugmyndafræði og við þurfum að skipta um gír,“ segir Áslaug.Baráttukona sem lét til sín taka á mörgum sviðum Hún segir Þjórshátíð haldna bæði til þess að heiðra minningu Helgu Katrínar og til að halda baráttunni um að hætt verði við Hvammsvirkjun og hún tekin úr nýtingarflokki. „Við viljum hvetja samfélagið til að velta fyrir sér hvort það sé ekki verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og hvort að núverandi stóriðjustefna sé ekki að vera úrelt,“ segir Áslaug. Helga Katrín var ekki aðeins baráttukona á sviði náttúruverndar heldur lét hún sig fjölmörg málefni sig varða, til dæmis málefni flóttafólks og hælisleitenda.Frá Þjórsá í Gnúpverjarhreppi sem skipuleggjendur Þjórshátíðar vilja vernda.edda pálsdóttirJón Levy Guðmundsson, eiginmaður Helgu Katrínar, segir í samtali við Vísi að barátta hennar hafi snúið að valdinu og hvernig valdhafar geti beitt sér til þess að ná sínu fram. Þannig hafi til að mynda meistararitgerð hennar í mannfræði fjallað um andóf gegn valdinu, til dæmis í tengslum við andófshreyfingar sem börðust á sínum tíma gegn Kárahnjúkavirkjun. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Helga síðan stöðu flóttafólks hér á landi en hún starfaði meðal annars með No Borders-hópnum að aðgerðum í þágu hælisleitenda og flóttafólks. Þá var nýverið haldið málþing í Háskóla Íslands um framlag hennar til fræða á sviði fólksflutninga og fólks á flótta. Eins og áður segir er Þjórshátíð á laugardaginn. Hún hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 22 en nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Orna með Teiti Magnússyni, en hann er einn þeirra sem koma fram á hátíðinni.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tónlist Umhverfismál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira