Netflix hækkar áskriftarverð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Verðhækkunin á að standa undir auknum umsvifum Netflix. Fréttablaðið/EPA Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verðflokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðflokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðflokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtakendur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netflix ráðist í mjög kostnaðarsama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar framleiðslu hefur Netflix varið umtalsverðum fjárhæðum til tæknimála. Birtist í Fréttablaðinu Netflix Neytendur Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verðflokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðflokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðflokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtakendur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netflix ráðist í mjög kostnaðarsama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar framleiðslu hefur Netflix varið umtalsverðum fjárhæðum til tæknimála.
Birtist í Fréttablaðinu Netflix Neytendur Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira