Mikill viðbúnaður var við göngubrúna yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag. Einhverjar umferðartafir urðu á svæðinu. Slökkviliðið vísaði á lögregluna vegna málsins sem sagt er viðkvæmt. Málinu mun vera lokið en ekki er frekari upplýsingar að fá á þessu stigi.
Uppfært klukkan 16:09
Maður hékk á göngubrúnni og hótaði að stökkva fram af. Sérsveitarmenn náðu til mannsins. Nánar hér.
Lögregla var með mikinn viðbúnað við Miklubraut
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
