Njósnari með skyggnigáfu? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi. Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægilegri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns fullyrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta ekki staðist. Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórsdóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn. Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu. Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmennirnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast og rægja samstarfsfólk sitt. Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þingmanna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum. Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmennirnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt. Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að tala tungum. Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þingmanna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Varla er til of mikils mælst að þingmenn þjóðarinnar séu sæmilega skynsamir og búi yfir rökhugsun. Ef í ljós kemur að þingmenn eru haldnir verulega slæmum dómgreindarskorti er best fyrir alla að þeir hverfi af þingi. Þegar er ljóst að fjórir þingmenn Miðflokksins, sem kenndir eru við barinn Klaustur, búa ekki yfir nægilegri skynsemi og rökhugsunin er heldur ekki upp á það besta. Í stað þess að hafa hægt um sig, eins og fólk gerir venjulega þegar það skammast sín vegna athæfis síns, hafa þingmennir hátt og kasta fram alls kyns fullyrðingum sem hvert skynsamt mannsbarn sér að geta ekki staðist. Nú halda þingmennirnir því fram að Bára Halldórsdóttir sem tók upp fyllirísraus þeirra á barnum, hafi brugðið sér í dulargervi þegar hún tók upp samtalið og hafi ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn. Í fjölmiðlum hefur ítrekað verið rætt við Báru, en þar hefur hvergi komið fram að hún búi yfir skyggnigáfu. Hún á samt að hafa vitað fyrirfram hvenær þingmennirnir myndu vera á þessum tiltekna bar. Ekki nóg með það, heldur á hún einnig að hafa gert sér grein fyrir því að þeir myndu verða ofurölvi, keppast við að klæmast og rægja samstarfsfólk sitt. Nú skulum við útiloka að Bára Halldórsdóttir búi yfir skyggnigáfu. Ef hún hefði þá gáfu hefði það vísast komið fram í fjölmiðlum. Um leið er eina mögulega skýringin á því að hún hafi fyrirfram vitað að hún myndi komast í feitt sú að hún hafi áður séð og heyrt til þessara þingmanna á barnum og því vitað að þeir væru klámkjaftar þegar þeir væru komnir í glas. Ekki passar það við yfirlýsingar þingmannanna sjálfra sem segjast ekki hafa þekkt sig í orðunum sem þeir létu falla á barnum. Það er næsta óhuggulegt að fjórir þingmenn úr sama flokki skuli bjóða landsmönnum upp á þá vitleysislegu skýringu að ásetningur Báru hafi verið svo sterkur að hún hafi brugðið sér í dulargervi. Staðreyndir málsins eru mjög einfaldar og verður ekki haggað: Þingmennirnir fóru á barinn, drukku og klæmdust og höfðu hátt. Þeir helltu sig sjálfir fulla. Áfengi var ekki þvingað ofan í þá með þeim afleiðingum að þeir fóru skyndilega að tala tungum. Vel mætti ætla að í hópi þessara fjögurra þingmanna væri allavega einn réttlátur sem gerði sér ljóst hversu galna samsæriskenningu þeir eru að bera á borð fyrir landsmenn. En þingmennirnir halda hópinn. Það hlýtur að vera vegna þess að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vill haga málum á þennan veg. Staðreyndir málsins blasa samt við öllu skynsömu fólki. Þingmönnunum var ekki fjarstýrt af Báru Halldórsdóttur. Þeir eru ekki fórnarlömb. Skömmin er þeirra, en þeir kunna ekki að skammast sín.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun