Flutningshringekja kallar á alvarlega athugun Fiskistofu Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2019 07:30 Skýrt er í lögum að ekki má flytja veiðiheimildir frá krókaaflamarksbátum yfir á aflamarksbáta. Það hefur hins vegar verið gert. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd laga um stjórnun fiskveiða þar sem útgerðir höfðu flutt makrílkvóta á krókaaflamarksskip í jöfnum skiptum fyrir þorsk yfir á aflamarksbáta. Í lögum um stjórn fiskveiða er á hreinu að flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er með öllu óheimill. Þegar lög voru sett um stjórn veiða á makríl var úthlutað bæði til aflamarksbáta og krókaaflamarksbáta. Síðan gerist það að hægt var að flytja aflamark í makríl frá aflamarksskipum til krókaaflamarksskipa og jafna það út með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Ráðuneytið hefur því ákveðið að útskýra lög um stjórn fiskveiða fyrir Fiskistofu. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Landssamband smábátaeigenda, LS, teldi krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðarmenn hafi nýtt sér gloppu í regluverkinu. Telja þeir óskiljanlegt að leyft hafi verið að flytja aflamark úr krókaaflamarkskerfinu yfir á skip í aflamarki. Í bréfi ráðuneytisins segir að flutningur krókaflamarks í bolfisk úr krókaaflamarkskerfinu sé takmarkaður og ekki sé ætlunin að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarkskerfinu yfir á aflamarksbáta.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra„Af framangreindu leiðir að þær tilfærslur þar sem krókaflamark hefur verið látið til aflamarksskipa í B flokk í skiptum fyrir aflamark í makríl eru í bága við ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun um flutning aflamarks á milli skipa er stjórnvaldsákvörðun,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Fiskistofu. „Um afturköllun ólögmætra ákvarðana er fjallað í 25. gr. stjórnsýslulaga og telur ráðuneytið tilefni til að Fiskistofa skoði hvort ástæða sé að beita þeim heimildum varðandi flutning á krókaflamarki til aflamarksskipa fyrir aflamark í makríl.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðaraðila fiskiskips er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa ef veiðiheimildir skipsins verði ekki umfram getu skipsins til veiða. Ráðuneytið bendir Fiskistofu á að kerfisbundnar færslur sem hafI þann tilgang að sniðganga ákvæði laga um stjórn fiskveiða með einskonar „flutnings-hringekju“ kalli á alvarlega athugun Fiskistofu um það hvort slíkir aflamarksflutnignar rúmist innan heimildar ákvæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sent Fiskistofu leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd laga um stjórnun fiskveiða þar sem útgerðir höfðu flutt makrílkvóta á krókaaflamarksskip í jöfnum skiptum fyrir þorsk yfir á aflamarksbáta. Í lögum um stjórn fiskveiða er á hreinu að flutningur veiðiheimilda frá krókaaflamarki til aflamarksbáta er með öllu óheimill. Þegar lög voru sett um stjórn veiða á makríl var úthlutað bæði til aflamarksbáta og krókaaflamarksbáta. Síðan gerist það að hægt var að flytja aflamark í makríl frá aflamarksskipum til krókaaflamarksskipa og jafna það út með veiðiheimildum í öðrum tegundum. Ráðuneytið hefur því ákveðið að útskýra lög um stjórn fiskveiða fyrir Fiskistofu. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Landssamband smábátaeigenda, LS, teldi krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðarmenn hafi nýtt sér gloppu í regluverkinu. Telja þeir óskiljanlegt að leyft hafi verið að flytja aflamark úr krókaaflamarkskerfinu yfir á skip í aflamarki. Í bréfi ráðuneytisins segir að flutningur krókaflamarks í bolfisk úr krókaaflamarkskerfinu sé takmarkaður og ekki sé ætlunin að opna fyrir flutning bolfiskheimilda úr krókaaflamarkskerfinu yfir á aflamarksbáta.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra„Af framangreindu leiðir að þær tilfærslur þar sem krókaflamark hefur verið látið til aflamarksskipa í B flokk í skiptum fyrir aflamark í makríl eru í bága við ákvæði laga um stjórn fiskveiða. Ákvörðun um flutning aflamarks á milli skipa er stjórnvaldsákvörðun,“ segir í bréfi ráðuneytisins til Fiskistofu. „Um afturköllun ólögmætra ákvarðana er fjallað í 25. gr. stjórnsýslulaga og telur ráðuneytið tilefni til að Fiskistofa skoði hvort ástæða sé að beita þeim heimildum varðandi flutning á krókaflamarki til aflamarksskipa fyrir aflamark í makríl.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir að útgerðaraðila fiskiskips er heimilt að flytja aflamarkið milli skipa ef veiðiheimildir skipsins verði ekki umfram getu skipsins til veiða. Ráðuneytið bendir Fiskistofu á að kerfisbundnar færslur sem hafI þann tilgang að sniðganga ákvæði laga um stjórn fiskveiða með einskonar „flutnings-hringekju“ kalli á alvarlega athugun Fiskistofu um það hvort slíkir aflamarksflutnignar rúmist innan heimildar ákvæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira