Skagstrendingar fordæma vinnubrögð SÍS vegna sameiningartillagna Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2019 14:19 Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS. Norðurstrandarleið Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar er allt annað en sátt með tillögur um sameiningaráform á sveitarstjórnarstiginu og hefur sent frá sér harðorða bókun þess efnis. Í bókuninni, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær, er Alþingi hvatt „til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa landsins og hafna með öllu tillögum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga“. Skagaströnd er ekki fyrsta sveitarfélagið til að lýsa yfir efasemdum um tillögu ráðherra sveitarstjórnarmála um að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðist við þúsund íbúa. Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru fimmtíu, ákvað að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga, eftir að sambandið lýsti yfir stuðningi við tillögur ráðherra. Þá hefur sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sagt að verið sé að íhuga hvort sveitarfélagið segi sig úr SÍS.Úthugsuð tala Sveitarstjórn Skagastrandar segir að þúsund íbúa lágmarkið sé einungis valið til að tryggja tillögunni brautargengi þar sem hún snerti nægjanlega fáa með beinum hætti. „Samþykkt þingsins var síðan blygðunarlaust kynnt sem vilji sveitarstjórnarstigsins í heild þó hún gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem lögþvingunin ætti að ná til. Enginn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða fjármálaverkfræðingur er þess umkominn að skera úr um hver sé hagkvæmasta stærð sveitarfélaga. Íbúarnir eiga að ráða,“ segir í bókun sveitarstjórnar Skagastrandar.Fordæma vinnudrögð Sveitarstjórnin segist jafnframt fordæma vinnubrögð SÍS í málinu. Sambandið eigi að vera málsvari sveitarfélaga og að stjórn sambandsins hafi „farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu.“ Að óbreyttu verði ekki lengur hægt að líta á stjórn SÍS sem málsvara allra sveitarfélaga. Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS. Skagaströnd Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar er allt annað en sátt með tillögur um sameiningaráform á sveitarstjórnarstiginu og hefur sent frá sér harðorða bókun þess efnis. Í bókuninni, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær, er Alþingi hvatt „til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa landsins og hafna með öllu tillögum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga“. Skagaströnd er ekki fyrsta sveitarfélagið til að lýsa yfir efasemdum um tillögu ráðherra sveitarstjórnarmála um að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðist við þúsund íbúa. Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru fimmtíu, ákvað að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga, eftir að sambandið lýsti yfir stuðningi við tillögur ráðherra. Þá hefur sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sagt að verið sé að íhuga hvort sveitarfélagið segi sig úr SÍS.Úthugsuð tala Sveitarstjórn Skagastrandar segir að þúsund íbúa lágmarkið sé einungis valið til að tryggja tillögunni brautargengi þar sem hún snerti nægjanlega fáa með beinum hætti. „Samþykkt þingsins var síðan blygðunarlaust kynnt sem vilji sveitarstjórnarstigsins í heild þó hún gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem lögþvingunin ætti að ná til. Enginn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða fjármálaverkfræðingur er þess umkominn að skera úr um hver sé hagkvæmasta stærð sveitarfélaga. Íbúarnir eiga að ráða,“ segir í bókun sveitarstjórnar Skagastrandar.Fordæma vinnudrögð Sveitarstjórnin segist jafnframt fordæma vinnubrögð SÍS í málinu. Sambandið eigi að vera málsvari sveitarfélaga og að stjórn sambandsins hafi „farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu.“ Að óbreyttu verði ekki lengur hægt að líta á stjórn SÍS sem málsvara allra sveitarfélaga. Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS.
Skagaströnd Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00
Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30