Ríkistjórnin beitir öryrkja þvingunum að mati formanns ÖBÍ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 19:15 Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur. Félagsmál Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira