Fullkomið kvöld hjá Hayward í sigri Boston Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 10:00 Öll skot Hayward í nótt sungu í netinu vísir/getty Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122 NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122
NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum