Það byrjaði vel fyrir Álasund því á 32. mínútu fékk Pål André Helland, leikmaður Rosenborgar, beint rautt spjald og gestirnir frá Álasund því einum fleiri.
Her er kveldens utvalgte mot @RBKfotball pic.twitter.com/5W48NSuR1n
— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) June 26, 2019
Tveimur mínútum síðar varð staðan enn betri fyrir Álasund því þá skoraði Niklas Castro fyrsta mark leiksins og kom B-deildarliðinu yfir gegn stórliðinu.
Skömmu fyrir leikhlé fékk hins vegar Davíð Kristján Ólafsson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þar með var jafnt í liðum en 1-0 fyrir Álasund í leikhlé.
Átta mínútum fyrir leikslok jafnaði Rosenborg meitn. Þar var að verki Tore Reginiussen sem fylgdi á eftir skoti sem markvörður Álasundar hafði varið.
1-1 eftir venjulegan leiktíma og þar með var framlengt. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Álasund hafði betur.
Vi er videre i cupen etter straffesparkkonkurranse!
Foto: NTB Scanpix pic.twitter.com/gBdTyvUpRJ
— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) June 26, 2019
Þeir skoruðu úr öllum spyrnum sínum á meðan fyrrum framherji FH, Alexander Søderlund, klúðraði sinni spyrnu en Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði úr síðustu spyrnu Álasundar.
Davíð Kristján, Hólmbert og Aron Elís Þrándarson voru allir í byrjunarliði Álasund en Hólmbert og Aron spiluðu allan leikinn.
Álasund því slegið út bæði Molde og Rosenborg á leiðinni í átta liða úrslitin.
Átta liða úrslitin:
KFUM Oslo - Odd
Ranheim - Fram Larvik
Mjondalen - Haugesund
Álasund - Viking