Norski boltinn

Fréttamynd

Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström

Hans Erik Ödegaard, pabbi Arsenal-mannsins Martin Ödegaard, er tekinn við norska knattspyrnuliðinu Lilleström sem þýðir að hann færir sig niður um eina deild og þjálfar í norsku 1. deildinni á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­fram bendir Hareide á Sol­skjær

Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Bodø/Glimt með langþráðan sigur

Ríkjandi meistarar Bodø/Glimt unnu langþráðan sigur í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði botnlið Odd en næst síðasta umferð deildarinnar var leikin í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­dís í stuði með meisturunum

Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var í stuði með nýkrýndum Noregsmeisturum Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en bakvörðurinn var bæði með mark og stoðsendingu í góðum sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skrýtin til­hugsun að maður komi frá svona litlum bæ“

Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland baðst af­sökunar

Erling Braut Haaland hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni og norska landsliðsins í 5-1 tapi á móti Austurríki í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Guð­rún nálgast full­komnun

Fjöldi íslenskra fótboltakvenna er á ferðinni í dag og var leikjum að ljúka í Svíþjóð, Noregi og á Ítalíu. Guðrún Arnardóttir nálgast fullkomið tímabil í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Í beinni þegar til­kynnt var að hann væri rekinn

Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum.

Fótbolti