Norski boltinn

Fréttamynd

Allt annað en sáttur með Frey

Jørgen Isnes, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Strømsgodset, er ekki ánægður með yfirlýsingar Freys Alexanderssonar, þjálfara Brann sem vill ólmur fá íslenska landsliðsmanninn Loga Tómasson frá Strømsgodset. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­dís mætir Palestínu

Norsku meistararnir í Vålerenga, með landsliðsbakvörðinn Sædísi Rún Heiðarsdóttur innanborðs, spila vináttuleik við landslið Palestínu á heimavelli sínum í Osló þann 6. apríl næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr gaf KSÍ tveggja sólar­hringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr stígur inn í fót­bolta­sjúkt sam­félag: „Hefur á­hrif á allan bæinn hvernig gengur“

Ólafur Örn Bjarna­son, fyrr­verandi leik­maður norska úr­vals­deildar­félagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanders­syni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norður­landanna þar sem að fylgst er gaum­gæfi­lega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tíma­bil hjá Brann.

Fótbolti
Fréttamynd

Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking

Hinn efnilegi Áki Samuelsen, leikmaður HB Þórshafnar í Færeyjum, var orðaður við Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum en hann hefur nú ákveðið að semja við B-deildarlið í Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Elfsborg að kaupa Júlíus Magnús­son

Samkvæmt norska miðlinum Nettavisen er sænska félagið Elfsborg að kaupa fyrirliða Fredrikstad, Júlíus Magnússon, á tíu milljónir sænskra króna, eða því sem samsvarar 126 milljónum íslenskra króna.

Fótbolti