Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri hættir meðfram breytingum hjá Festi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis.
Guðný Rósa Þorvarðardóttir, sem sinnt hefur stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Festi hf. og Bakkans vöruhúss, hefur sagt starfi sínu lausu. Hún hefur sinnt stöðu framkvæmdastjóra hjá Festi hf. og N1 frá árinu 2015 og lætur af störfum um mánaðamót. Í framhaldi af þessu hefur Festi hf. gert breytingar á skipuriti félagsins, sem greint er frá í yfirlýsingu frá Festi.

Breytingarnar eru meðal annars sagðar felast í að viðskiptaþróun félagsins færist inn í einstaka rekstrarfélög, þ.e. N1, Krónuna, Elko og Bakkann vöruhús. Þá mun Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi hf. taka við framkvæmdastjórn Bakkans vöruhúss samhliða breytingunum en Guðný gegndi því starfi áður.

Í yfirlýsingunni er haft eftir Guðnýju að hún telji tækifæri fólgin í því að hafa viðskiptaþróunina inn í rekstarfélögunum. Með breytingunum straumlínulagar Festi jafnframt rekstur sinn og fækkar stoðsviðum sínum.

Eggert Þór tekur í sama streng. „Við teljum mikilvægt að efla sjálfstæða viðskiptaþróun hvers félags fyrir sig og styrkja þau hvert á sínu sviði. Með þessu móti nær hvert félag betri tengingu við bæði sitt einstaka viðskiptaumhverfi sem og að sjálfsögðu við sína viðskiptavini,“ segir Eggert.

Nýtt skipurit Festi ehf. má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Olíufélögin í uppbyggingu

Þrjú stærstu olíufélögin sitja á verðmætum lóðum og skoða tækifæri til uppbyggingar á fasteignum. Horfur á minnkandi olíunotkun á næstu áratugum eru að breyta landslaginu á markaðinum. Sala á olíu og dagvöru mun á endanum renna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×