Lilja skyggir á bæði Sigurð og Katrínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. júní 2019 07:00 Lilja Alfreðsdóttir átti tveggja manna tal við Gunnar Braga Sveinsson þegar hann snéri aftur til þings eftir Klausturgleðina. Fréttablaðið/Anton Brink Flestir bera mest traust til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Fast á hæla henni kemur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og njóta þær langmests trausts allra ráðherra. Stuðningur við Lilju og Katrínu kemur úr ólíkum áttum. Katrín nýtur mests trausts meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en meðal andstæðinga hennar nýtur Lilja langmests trausts allra ráðherra. Stuðningur við Lilju er mestur meðal tekjulágra og þeirra sem hafa minnsta menntun. Þessu er öfugt farið meðal stuðningsmanna Katrínar en traust til hennar styrkist eftir því sem tekjur hækka og menntun eykst. Katrín nýtur mests trausts allra ráðherra meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins. Tæpur þriðjungur þeirra treystir henni best. Þar nefndu rúm 24 prósent Lilju. Meðal landsbyggðarfólks er nafn Lilju hins vegar langoftast nefnt. Þar treysta 39 prósent henni best allra ráðherra. Tæp 18%prósent landsbyggðarfólks treysta Katrínu hins vegar best. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins treysta formanni sínum best allra ráðherra í 45,6 prósentum tilvika en Þórdísi Kolbrúnu í 17,6 prósentum tilvika. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson njóta hins vegar báðir minna trausts meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en stöllurnar Lilja og Katrín. Tveir af hverjum tíu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins bera mest traust til annarrar hvorrar þeirra. En tæp 6 prósent nefndu Guðlaug og rúm 5 prósent Kristján Þór. Þeir sem treysta Bjarna best koma aðeins úr þremur flokkum; Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Viðreisn þar sem rúm tvö prósent segjast treysta honum best. Hann kemst ekki á blað meðal stuðningsmanna annarra flokka. Auk mikils trausts til Lilju og Katrínar sem njóta stuðnings þvert á flokka bera margir stuðningsmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar mest traust til Guðmundur Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra og hann skýst upp fyrir þær stöllur meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar þar sem tæpur þriðjungur stuðningsmanna treystir honum best allra ráðherra. Lilja er vinsælust meðal þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnina og auk mikillar hylli í Framsókn og Miðflokki treysta 89 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins henni best. Katrín er síst líkleg til að njóta trausts í Miðflokknum og Flokki fólksins en þær stöllur njóta jafnmikils stuðnings meðal Pírata en rúm 60 prósent þeirra treysta annarri hvorri þeirra best allra ráðherra. Stuðningsmenn Viðreisnar treysta einnig Katrínu og Lilju best en meðal þeirra er Þórdísi Kolbrúnu einnig best treyst í 20 prósentum tilvika. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komast ekki á blað hjá stuðningsmönnum Viðreisnar að undanskildum tveimur prósentum sem treysta Bjarna best. Könnunin var gerð dagana 25.-27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Staða formanns Framsóknarflokksins er erfið miðað við niðurstöður könnunarinnar. Aðeins 15,2 prósent stuðningsmanna flokksins segjast treysta eigin formanni, Sigurði Inga Jóhannssyni, best allra ráðherra. Lilja nýtur hins vegar yfirburðastuðnings í flokknum en 62,4 prósent stuðningsmanna flokksins treysta henni best. Þriðji ráðherra Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason, nýtur lítillar hylli samkvæmt könnuninni. Tæp 7 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins bera mest traust til hans. Athygli vekur að Lilja nýtur ekki aðeins algerra yfirburða umfram aðra ráðherra meðal stuðningsmanna í sínum flokki heldur einnig meðal stuðningsmanna Miðflokksins. Tæplega helmingur þeirra treystir Lilju best allra ráðherra. Næstur á eftir henni kemur Bjarni Benediktsson en rúm 11 prósent Miðflokksmanna treysta honum best. Þessi stuðningur við Lilju hlýtur að vekja nokkra athygli með hliðsjón af hörðum ummælum ráðherrans í garð þingmanna flokksins í Kastljóssþætti RÚV 5. desember síðastliðinn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Flestir bera mest traust til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Fast á hæla henni kemur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og njóta þær langmests trausts allra ráðherra. Stuðningur við Lilju og Katrínu kemur úr ólíkum áttum. Katrín nýtur mests trausts meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en meðal andstæðinga hennar nýtur Lilja langmests trausts allra ráðherra. Stuðningur við Lilju er mestur meðal tekjulágra og þeirra sem hafa minnsta menntun. Þessu er öfugt farið meðal stuðningsmanna Katrínar en traust til hennar styrkist eftir því sem tekjur hækka og menntun eykst. Katrín nýtur mests trausts allra ráðherra meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins. Tæpur þriðjungur þeirra treystir henni best. Þar nefndu rúm 24 prósent Lilju. Meðal landsbyggðarfólks er nafn Lilju hins vegar langoftast nefnt. Þar treysta 39 prósent henni best allra ráðherra. Tæp 18%prósent landsbyggðarfólks treysta Katrínu hins vegar best. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins treysta formanni sínum best allra ráðherra í 45,6 prósentum tilvika en Þórdísi Kolbrúnu í 17,6 prósentum tilvika. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson njóta hins vegar báðir minna trausts meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en stöllurnar Lilja og Katrín. Tveir af hverjum tíu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins bera mest traust til annarrar hvorrar þeirra. En tæp 6 prósent nefndu Guðlaug og rúm 5 prósent Kristján Þór. Þeir sem treysta Bjarna best koma aðeins úr þremur flokkum; Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Viðreisn þar sem rúm tvö prósent segjast treysta honum best. Hann kemst ekki á blað meðal stuðningsmanna annarra flokka. Auk mikils trausts til Lilju og Katrínar sem njóta stuðnings þvert á flokka bera margir stuðningsmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar mest traust til Guðmundur Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra og hann skýst upp fyrir þær stöllur meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar þar sem tæpur þriðjungur stuðningsmanna treystir honum best allra ráðherra. Lilja er vinsælust meðal þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnina og auk mikillar hylli í Framsókn og Miðflokki treysta 89 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins henni best. Katrín er síst líkleg til að njóta trausts í Miðflokknum og Flokki fólksins en þær stöllur njóta jafnmikils stuðnings meðal Pírata en rúm 60 prósent þeirra treysta annarri hvorri þeirra best allra ráðherra. Stuðningsmenn Viðreisnar treysta einnig Katrínu og Lilju best en meðal þeirra er Þórdísi Kolbrúnu einnig best treyst í 20 prósentum tilvika. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komast ekki á blað hjá stuðningsmönnum Viðreisnar að undanskildum tveimur prósentum sem treysta Bjarna best. Könnunin var gerð dagana 25.-27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Staða formanns Framsóknarflokksins er erfið miðað við niðurstöður könnunarinnar. Aðeins 15,2 prósent stuðningsmanna flokksins segjast treysta eigin formanni, Sigurði Inga Jóhannssyni, best allra ráðherra. Lilja nýtur hins vegar yfirburðastuðnings í flokknum en 62,4 prósent stuðningsmanna flokksins treysta henni best. Þriðji ráðherra Framsóknarflokksins, Ásmundur Einar Daðason, nýtur lítillar hylli samkvæmt könnuninni. Tæp 7 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins bera mest traust til hans. Athygli vekur að Lilja nýtur ekki aðeins algerra yfirburða umfram aðra ráðherra meðal stuðningsmanna í sínum flokki heldur einnig meðal stuðningsmanna Miðflokksins. Tæplega helmingur þeirra treystir Lilju best allra ráðherra. Næstur á eftir henni kemur Bjarni Benediktsson en rúm 11 prósent Miðflokksmanna treysta honum best. Þessi stuðningur við Lilju hlýtur að vekja nokkra athygli með hliðsjón af hörðum ummælum ráðherrans í garð þingmanna flokksins í Kastljóssþætti RÚV 5. desember síðastliðinn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira