Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2019 23:01 News 12 long island Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa einn síns liðs gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna í New York um árabil. Saksóknarar í málinu segja hann hafa herjað á ungar konur háðar fíkniefnum og neytt þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum í skipti fyrir peninga og fíkniefni. Maðurinn er 47 ára og heitir Raymond Rodio III. Þann 17. apríl var hann ákærður í sex ákæruliðum fyrir mansal og öðrum sex fyrir að stuðla að vændi. Hann var í dag leiddur fyrir dómara þar sem hann kvaðst saklaus. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald og verður hann ekki látinn laus nema gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadollara. Rodio gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Saksóknari Suffolk-sýslu í New York, Tim Sini, segir Rodio hafa herjað sérstaklega á konur á þrítugsaldri sem háðar hafi verið fíkniefnum. Mansalshringur hans hafi verið starfræktur frá því í desember 2014 fram í febrúar 2018 og að um 20 konur hafi orðið fyrir barðinu á Rodio. Rodio er sagður hafa orðið konunum úti um eiturlyf án endurgjalds, fyrst um sinn, til þess að vinna traust þeirra og gera þær háðar honum. Hann hafi síðan nýtt sér bága stöðu þeirra til þess að neyða þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum. Samkvæmt saksóknaranum máttu fórnarlömb Rodio hvergi í húsi foreldra hans vera nema í kjallaranum, sem var læstur að utan. Auk þess hafi engin salernisaðstaða verið til staðar í kjallaranum, heldur hafi konunum verið gert að gera þarfir sínar í þar til gerða fötu. Rodio er talinn hafa auglýst vændi til sölu á vefsíðum á borð við Backpage og Craigslist. Þá er hann sagður hafa haldið stórum hluta greiðslna fyrir vændið sjálfur, það er að segja ef fórnarlömb hans fengu þá nokkuð greitt. Rodio ku þá hafa hótað þeim fórnarlömbum sínum sem neituðu að selja líkama sinn með ofbeldi eða með því að segjast ætla að hætta að sjá þeim fyrir fíkniefnum. Foreldrar Rodio hafa neitað því að mansalið hafi verið gert út úr kjallara þeirra, en viðurkenna þó að Rodio hafi verið háður eiturlyfjum og þurfi nauðsynlega á hjálp að halda. Yfirvöld telja foreldrana ekki hafa tekið þátt í glæpastarfseminni né þá að þau hafi gerst sek um nokkuð annað ólöglegt. Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa einn síns liðs gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna í New York um árabil. Saksóknarar í málinu segja hann hafa herjað á ungar konur háðar fíkniefnum og neytt þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum í skipti fyrir peninga og fíkniefni. Maðurinn er 47 ára og heitir Raymond Rodio III. Þann 17. apríl var hann ákærður í sex ákæruliðum fyrir mansal og öðrum sex fyrir að stuðla að vændi. Hann var í dag leiddur fyrir dómara þar sem hann kvaðst saklaus. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald og verður hann ekki látinn laus nema gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadollara. Rodio gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Saksóknari Suffolk-sýslu í New York, Tim Sini, segir Rodio hafa herjað sérstaklega á konur á þrítugsaldri sem háðar hafi verið fíkniefnum. Mansalshringur hans hafi verið starfræktur frá því í desember 2014 fram í febrúar 2018 og að um 20 konur hafi orðið fyrir barðinu á Rodio. Rodio er sagður hafa orðið konunum úti um eiturlyf án endurgjalds, fyrst um sinn, til þess að vinna traust þeirra og gera þær háðar honum. Hann hafi síðan nýtt sér bága stöðu þeirra til þess að neyða þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum. Samkvæmt saksóknaranum máttu fórnarlömb Rodio hvergi í húsi foreldra hans vera nema í kjallaranum, sem var læstur að utan. Auk þess hafi engin salernisaðstaða verið til staðar í kjallaranum, heldur hafi konunum verið gert að gera þarfir sínar í þar til gerða fötu. Rodio er talinn hafa auglýst vændi til sölu á vefsíðum á borð við Backpage og Craigslist. Þá er hann sagður hafa haldið stórum hluta greiðslna fyrir vændið sjálfur, það er að segja ef fórnarlömb hans fengu þá nokkuð greitt. Rodio ku þá hafa hótað þeim fórnarlömbum sínum sem neituðu að selja líkama sinn með ofbeldi eða með því að segjast ætla að hætta að sjá þeim fyrir fíkniefnum. Foreldrar Rodio hafa neitað því að mansalið hafi verið gert út úr kjallara þeirra, en viðurkenna þó að Rodio hafi verið háður eiturlyfjum og þurfi nauðsynlega á hjálp að halda. Yfirvöld telja foreldrana ekki hafa tekið þátt í glæpastarfseminni né þá að þau hafi gerst sek um nokkuð annað ólöglegt.
Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira