Nýtt og breytt forsætisráðuneyti eftir fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2019 21:00 Stefnt er að því að ný viðbygging við stjórnarráðshúsið verði tilbúin eftir fjögur ár. Húsið mun leysa af hólmi skrifstofur forsætisráðuneytisins sem nú eru á sex stöðum í miðborginni. Um þrjátíu tillögur bárust í samkeppni í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga í viðbyggingu við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu sem hýsir forsætisráðuneytið. Nú liggur fyrir að byggt verður samkvæmt vinningstillögu frá Kurt og Pí arkitektum. Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir undirbúning deiliskipulags og hönnunar að hefjast og muni taka á annaðár. „Á sama tíma verður fariðí fornleifauppgröft á svæðinu þannig að allt sé til reiðu þegar tímabært verður að fara íútboð og framkvæmdir. Að óbreyttu erum við að horfa á að framkvæmdir geti hafist og skóflustunga árið 2021 og það verði hægt að flytja inn árið 2023,“ segir Guðrún. Forsætisráðuneytið hafi sprengt utan af sér gömlu stjórnarráðsbygginguna fyrir áratugum. Nú fari starfsemi ráðuneytisins fram í leiguhúsnæði á fimm öðrum stöðum í miðborginni sem sé óhagkvæmt af mörgum ástæðum. „Hér verður þá allt á einni torfu. Nútímalegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn ráðuneytisins, fundaaðstaða fyrir ríkisstjórn og svo framvegis. Og náttúrlega frábær aðstaða fyrir fjölmiðla,“ segir Guðrún þar sem hún stendur á lóð væntanlegrar nýbyggingar. Nýbyggingin verður á tveimur hæðum með skrifstofum fyrir tæplega 60 starfsmenn og móttöku- og fundarherbergjum á jarðhæð. Hægt verður að aka með gesti inn í kjallara húsins þar sem einnig verða nokkur bílastæði. Dómnefnd telur bygginguna falla vel að stjórnarráðshúsinu sem er eitt af nokkrum elstu steinhúsum í landinu. „Hún er mjög lágstemmd. Hún rís ekki hátt upp og ef skoðaðar eru þessar hátt í þrjátíu tillögur sem komu má sjá að það eru ýmsar leiðir farnar. En við teljum að þessi sýni þessum reit virðingu og muni heppnast vel,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Stefnt er að því að ný viðbygging við stjórnarráðshúsið verði tilbúin eftir fjögur ár. Húsið mun leysa af hólmi skrifstofur forsætisráðuneytisins sem nú eru á sex stöðum í miðborginni. Um þrjátíu tillögur bárust í samkeppni í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga í viðbyggingu við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu sem hýsir forsætisráðuneytið. Nú liggur fyrir að byggt verður samkvæmt vinningstillögu frá Kurt og Pí arkitektum. Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir undirbúning deiliskipulags og hönnunar að hefjast og muni taka á annaðár. „Á sama tíma verður fariðí fornleifauppgröft á svæðinu þannig að allt sé til reiðu þegar tímabært verður að fara íútboð og framkvæmdir. Að óbreyttu erum við að horfa á að framkvæmdir geti hafist og skóflustunga árið 2021 og það verði hægt að flytja inn árið 2023,“ segir Guðrún. Forsætisráðuneytið hafi sprengt utan af sér gömlu stjórnarráðsbygginguna fyrir áratugum. Nú fari starfsemi ráðuneytisins fram í leiguhúsnæði á fimm öðrum stöðum í miðborginni sem sé óhagkvæmt af mörgum ástæðum. „Hér verður þá allt á einni torfu. Nútímalegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn ráðuneytisins, fundaaðstaða fyrir ríkisstjórn og svo framvegis. Og náttúrlega frábær aðstaða fyrir fjölmiðla,“ segir Guðrún þar sem hún stendur á lóð væntanlegrar nýbyggingar. Nýbyggingin verður á tveimur hæðum með skrifstofum fyrir tæplega 60 starfsmenn og móttöku- og fundarherbergjum á jarðhæð. Hægt verður að aka með gesti inn í kjallara húsins þar sem einnig verða nokkur bílastæði. Dómnefnd telur bygginguna falla vel að stjórnarráðshúsinu sem er eitt af nokkrum elstu steinhúsum í landinu. „Hún er mjög lágstemmd. Hún rís ekki hátt upp og ef skoðaðar eru þessar hátt í þrjátíu tillögur sem komu má sjá að það eru ýmsar leiðir farnar. En við teljum að þessi sýni þessum reit virðingu og muni heppnast vel,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir.
Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira