Gefast upp vegna álags Ari Brynjólfsson skrifar 25. apríl 2019 02:00 Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag, samkvæmt spá Landlæknis frá árinu 2009 var gert ráð fyrir að þeir yrðu 2.800. Vísir/Vilhelm Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira