Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2019 23:05 Airbus A321XLR, í litum Air Lease. Stefnt er að því hún verði komin í rekstur hjá flugfélögum árið 2023. Teikning/Airbus. Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. Stefnt er að því að hún taki 180 til 220 farþega og verði komin í notkun hjá flugfélögum árið 2023. Þetta er þróuð útgáfa af A320-línunni, en XLR stendur fyrir „extra long range“. Evrópski flugvélaframleiðandinn segir að flugdrægið verði 8.700 kílómetrar, 15% meira en á A321LR, og að eldsneytiseyðsla verði 30% minni á hvert sæti miðað við þær kynslóðir flugvéla sem henni er ætlað að leysa af hólmi. Við blasir að ráðamenn Icelandair munu taka þennan valkost til ítarlegrar skoðunar. Ekki eru nema sex vikur frá því forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, skýrði frá því að félagið væri að skoða þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Þetta nýjasta útspil Airbus virðist raunar sniðið að leiðakerfi Icelandair. Í fréttatilkynningu Airbus, sem kynnt var á flugsýningunni í París í dag, eru meira að segja tiltekin dæmi um að A321XLR-þotan muni komast í einum áfanga frá Reykjavík til Dubai og frá Reykjavík til Houston. Þotan dregur einnig frá Íslandi til bæði San Francisco og Los Angeles.Kynningarspjald frá Airbus sem sýnir getu nýju flugvélarinnar. Takið eftir að flugdrægi er meðal annars sýnt frá Reykjavík.Teikning/Airbus.Þannig virðist Airbus núna geta boðið sannfærandi arftaka Boeing 757-vélanna, en frá því framleiðslu þeirra var hætt fyrir 15 árum hafa flugfélög eins og Icelandair beðið eftir valkosti sem gæti leyst þær af hólmi. A321XLR gæti einnig að einhverju leyti komið í stað Boeing 767, sem Icelandair notar meðal annars á lengstu flugleiðum sínum. Helsta spurningin er hvort þetta langa flugdrægi XLR-þotunnar verði á kostnað burðarþols, hvort fullir geymar af eldsneyti þýði að fórna verði flugsætum á móti. Icelandair-menn munu einnig spyrja sig hvort stærri eldsneytisgeymar þýði minna rými fyrir frakt í lestunum, til dæmis fyrir ferskan fisk, en Boeing 757 þotur Icelandair nýtast vel til fiskflutninga með farþegafluginu. Þá nær nýja Airbus-þotan, með 101 tonna hámarksflugtaksþyngd, ekki að toppa 115 tonna hámarksflugtaksþyngd Boeing 757. Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, lítilli breiðþotu sem bandaríski flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, og var búist við því að Boeing myndi nýta flugsýninguna í París til að kynna þau áform sín. Það gerist ekki og hafa Boeing-menn kosið að láta lítið fyrir sér fara enda glíma þeir nú við ærinn vanda; sem er að koma Max-vélunum aftur á flug og sannfæra almenning um að óhætt verði að fljúga með þeim. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrsta flug Airbus A321neo í janúar 2018: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. Stefnt er að því að hún taki 180 til 220 farþega og verði komin í notkun hjá flugfélögum árið 2023. Þetta er þróuð útgáfa af A320-línunni, en XLR stendur fyrir „extra long range“. Evrópski flugvélaframleiðandinn segir að flugdrægið verði 8.700 kílómetrar, 15% meira en á A321LR, og að eldsneytiseyðsla verði 30% minni á hvert sæti miðað við þær kynslóðir flugvéla sem henni er ætlað að leysa af hólmi. Við blasir að ráðamenn Icelandair munu taka þennan valkost til ítarlegrar skoðunar. Ekki eru nema sex vikur frá því forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, skýrði frá því að félagið væri að skoða þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Þetta nýjasta útspil Airbus virðist raunar sniðið að leiðakerfi Icelandair. Í fréttatilkynningu Airbus, sem kynnt var á flugsýningunni í París í dag, eru meira að segja tiltekin dæmi um að A321XLR-þotan muni komast í einum áfanga frá Reykjavík til Dubai og frá Reykjavík til Houston. Þotan dregur einnig frá Íslandi til bæði San Francisco og Los Angeles.Kynningarspjald frá Airbus sem sýnir getu nýju flugvélarinnar. Takið eftir að flugdrægi er meðal annars sýnt frá Reykjavík.Teikning/Airbus.Þannig virðist Airbus núna geta boðið sannfærandi arftaka Boeing 757-vélanna, en frá því framleiðslu þeirra var hætt fyrir 15 árum hafa flugfélög eins og Icelandair beðið eftir valkosti sem gæti leyst þær af hólmi. A321XLR gæti einnig að einhverju leyti komið í stað Boeing 767, sem Icelandair notar meðal annars á lengstu flugleiðum sínum. Helsta spurningin er hvort þetta langa flugdrægi XLR-þotunnar verði á kostnað burðarþols, hvort fullir geymar af eldsneyti þýði að fórna verði flugsætum á móti. Icelandair-menn munu einnig spyrja sig hvort stærri eldsneytisgeymar þýði minna rými fyrir frakt í lestunum, til dæmis fyrir ferskan fisk, en Boeing 757 þotur Icelandair nýtast vel til fiskflutninga með farþegafluginu. Þá nær nýja Airbus-þotan, með 101 tonna hámarksflugtaksþyngd, ekki að toppa 115 tonna hámarksflugtaksþyngd Boeing 757. Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, lítilli breiðþotu sem bandaríski flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, og var búist við því að Boeing myndi nýta flugsýninguna í París til að kynna þau áform sín. Það gerist ekki og hafa Boeing-menn kosið að láta lítið fyrir sér fara enda glíma þeir nú við ærinn vanda; sem er að koma Max-vélunum aftur á flug og sannfæra almenning um að óhætt verði að fljúga með þeim. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrsta flug Airbus A321neo í janúar 2018:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00