Samið við undanfara á Flúðum vegna neyðarhjálpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2019 20:37 Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur mikilvægu hlutverki að gegna í Uppsveitum Árnessýslu í neyðartilfellum því félagar þar eru undanfarar og hefja aðstoð á vettvangi og veita fyrstu hjálp þar til sérhæfð aðstoð kemur á staðinn. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú gert samning við Eyvind um þeirra vinnu og framlag í alvarlegum slysum eða veikindum. Björgunarfélagið er vel tækjum búið og með góða aðstöðu í húsnæði sínu á Flúðum. Tækjakosturinn er til fyrirmyndar og öll umgjörð í kringum félagið er til sóma. Í uppsveitum Árnessýslu er oft á tíðum langt í sérhæfða aðstoð. Í alvarlegum tilfellum er því nauðsynlegt að hafa yfir að ráða öflugum viðbragðshóp til þess að bregðast skjótt við og hefja fyrstu hjálp þar til sjúkraflutningamenn og lögregla koma á staðinn. Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar skrifuðu nýlega undir samning um bætti öryggi við fyrstu hjálp í uppsveitunum en Heilbrigðisstofnun mun greiða félaginu ákveðna upphæð á samningstímabilinu, sem eru tvö ár, sem nýtt verða í endurnýjun á búnaði og menntun félagsmanna. „Það hagar þannig til að í stóru umdæmi getur oft verið langt í fyrstu hjálp ef það koma upp alvarleg tilvik og þess vegna er samningur eins og þessi mjög mikilvægur og gagnlegur þar sem að björgunarfélagið hér býr yfir mjög öflugum og góðum hópi viðbragðsliða, sem hefur verið í frábæru samstarfi við sjúkraflutninga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands“, segir Herdís.Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum er mjög vel tækjum búið enda með nokkra sérhæfða björgunarsveitarbíla.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nýi samningurinn er endurnýjun á samningi frá 2011 en nú fylgja peningar með. Mikil ánægja er með samninginn hjá Björgunarfélaginu Eyvindi. „Við erum með nokkuð öfluga sveit hérna í uppsveitunum og höfum sérhæft okkur í sjúkra og skyndihjálp og aðkomu að slysum og öðru slíku“, segir Borgþór.Og þið eruð að fá ansi mörg útköll á ári?„Já, þetta hefur hlaðist ansi grimmt á okkur undanfarin ár og ætli vettvangshjálpin sé ekki að taka á bilinu þrjátíu til fimmtíu útköll á ári og það eru tuttugu til þrjátíu á að giska á almenna björgunarsveitarmanninn.“Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru í skýjunum með framlag félagsmanna Eyvindar.„Við getum eiginlega ekkert lýst því hversu mikilvæg þau eru fyrir okkur í þessari utanspítalaþjónustu, sem sumir kalla nafla alheimsins því hér koma lang flestir ferðamenn og það styttir viðbragðstímann í fyrstu hjálp. Það er ómetanlegt, það er bara svoleiðis“, segir Hermann Marinó Maggýjarson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi.
Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Sjúkraflutningar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira