Forsætisráðherra segir þjóðina geta tekist á við stinningskalda þó blási á móti í efnahagslífinu Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 11:45 Katrín ræddi efnahagsmál og aðgerðir gegn loftslagshamförum í hátíðarræðu sinni. Mynd/Sigurjón Ragnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu. Í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins sagði Katrín að það blási nokkuð á móti í efnahagslífinu en þjóðin sé vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Þá ræddi forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda gegn loftslagshamförum. Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hófst á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Hamrahlíðarkórinn söng þjóðsönginn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti hátíðarræðu. Katrín rifjaði upp að um 125.000 manns bjuggu á öllu landinu við stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Hún ræddi um samstöðu Íslendinga og framfarir í samfélaginu. „Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“ Forsætisráðherra nefndi loftslagsmál í hátíðarræðu sinni. Hún sagði ungu kynslóðina gera skýra kröfu um að eldri kynslóðir gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn hamförum vegna loftlagsbreytinga. „Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið og það er nauðsynlegt að endurskoða áætlanir stjórnvalda með reglulegum hætti þá er líka lífsnauðsynlegt að byrja á aðgerðum.“ Katrín Jakobsdóttir ræddi um stjórnmál á tímum samfélagsmiðla. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs breyta lífi ungs barnafólks. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að stundum vilji gleymast að lýðræðinu sé ekki hægt að taka sem gefnu 75 árum eftir stofnun þess. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu því að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.“Vísir/FrikkiVísir/Frikki 17. júní Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu. Í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins sagði Katrín að það blási nokkuð á móti í efnahagslífinu en þjóðin sé vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Þá ræddi forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda gegn loftslagshamförum. Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hófst á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Hamrahlíðarkórinn söng þjóðsönginn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti hátíðarræðu. Katrín rifjaði upp að um 125.000 manns bjuggu á öllu landinu við stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Hún ræddi um samstöðu Íslendinga og framfarir í samfélaginu. „Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“ Forsætisráðherra nefndi loftslagsmál í hátíðarræðu sinni. Hún sagði ungu kynslóðina gera skýra kröfu um að eldri kynslóðir gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn hamförum vegna loftlagsbreytinga. „Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið og það er nauðsynlegt að endurskoða áætlanir stjórnvalda með reglulegum hætti þá er líka lífsnauðsynlegt að byrja á aðgerðum.“ Katrín Jakobsdóttir ræddi um stjórnmál á tímum samfélagsmiðla. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs breyta lífi ungs barnafólks. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að stundum vilji gleymast að lýðræðinu sé ekki hægt að taka sem gefnu 75 árum eftir stofnun þess. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu því að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.“Vísir/FrikkiVísir/Frikki
17. júní Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira