Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 17:15 Hlín kom Íslandi á bragðið gegn Finnum í dag. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 0-2 sigur á því finnska í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum. Á fimmtudaginn gerðu þau markalaust jafntefli í Turku. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Ísland fór rólega af stað í Espoo en eftir um stundarfjórðung færðist meira líf í íslensku sóknina. Á 21. mínútu kom Hlín Íslendingum með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað landsliðsmark Hlínar. Íslenska liðið hélt áfram að þjarma að því finnska og á 32. mínútu jók Dagný forystuna í 0-2. Glódís Perla Viggósdóttir átti þá laglega sendingu inn fyrir finnsku vörnina, Dagný tók vel við boltanum og skoraði sitt 23. landsliðsmark. Finnar voru nokkrum sinnum nálægt því að skora í leiknum, þá aðallega Linda Sällström sem fór illa með færin sín í dag. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti Heidi Kollanen svo skalla í stöng íslenska marksins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á í sínum fyrsta landsleik eftir rúman klukkutíma. Hún fékk gott færi til að skora þriðja mark Íslands en skaut beint á Tinju-Riikka Korpela, markvörð Finnlands. Fleiri urðu mörkin í leiknum ekki og 0-2 sigur Íslands staðreynd. Þetta var síðasti leikur Íslands áður en undankeppni EM 2021 hefst í haust. Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu á heimavelli 29. ágúst og 2. september. Auk þessara liða eru Svíþjóð og Lettland í riðlinum.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirHægri bakvörður: Ásta Eir ÁrnadóttirMiðverðir: Ingibjörg Sigurðardóttir (67. Guðný Árnadóttir) og Glódís Perla ViggósdóttirVinstri bakvörður: Áslaug Munda GunnlaugsdóttirMiðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir (46. Alexandra Jóhannsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen (67. Sandra María Jessen)Hægri kantmaður: Hlín Eiríksdóttir (61. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir)Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir (46. Fanndís Friðriksdóttir)Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (39. Margrét Lára Viðarsdóttir) EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 0-2 sigur á því finnska í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum. Á fimmtudaginn gerðu þau markalaust jafntefli í Turku. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Ísland fór rólega af stað í Espoo en eftir um stundarfjórðung færðist meira líf í íslensku sóknina. Á 21. mínútu kom Hlín Íslendingum með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað landsliðsmark Hlínar. Íslenska liðið hélt áfram að þjarma að því finnska og á 32. mínútu jók Dagný forystuna í 0-2. Glódís Perla Viggósdóttir átti þá laglega sendingu inn fyrir finnsku vörnina, Dagný tók vel við boltanum og skoraði sitt 23. landsliðsmark. Finnar voru nokkrum sinnum nálægt því að skora í leiknum, þá aðallega Linda Sällström sem fór illa með færin sín í dag. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti Heidi Kollanen svo skalla í stöng íslenska marksins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á í sínum fyrsta landsleik eftir rúman klukkutíma. Hún fékk gott færi til að skora þriðja mark Íslands en skaut beint á Tinju-Riikka Korpela, markvörð Finnlands. Fleiri urðu mörkin í leiknum ekki og 0-2 sigur Íslands staðreynd. Þetta var síðasti leikur Íslands áður en undankeppni EM 2021 hefst í haust. Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu á heimavelli 29. ágúst og 2. september. Auk þessara liða eru Svíþjóð og Lettland í riðlinum.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirHægri bakvörður: Ásta Eir ÁrnadóttirMiðverðir: Ingibjörg Sigurðardóttir (67. Guðný Árnadóttir) og Glódís Perla ViggósdóttirVinstri bakvörður: Áslaug Munda GunnlaugsdóttirMiðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir (46. Alexandra Jóhannsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen (67. Sandra María Jessen)Hægri kantmaður: Hlín Eiríksdóttir (61. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir)Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir (46. Fanndís Friðriksdóttir)Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (39. Margrét Lára Viðarsdóttir)
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15
Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34