Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 17:15 Hlín kom Íslandi á bragðið gegn Finnum í dag. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 0-2 sigur á því finnska í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum. Á fimmtudaginn gerðu þau markalaust jafntefli í Turku. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Ísland fór rólega af stað í Espoo en eftir um stundarfjórðung færðist meira líf í íslensku sóknina. Á 21. mínútu kom Hlín Íslendingum með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað landsliðsmark Hlínar. Íslenska liðið hélt áfram að þjarma að því finnska og á 32. mínútu jók Dagný forystuna í 0-2. Glódís Perla Viggósdóttir átti þá laglega sendingu inn fyrir finnsku vörnina, Dagný tók vel við boltanum og skoraði sitt 23. landsliðsmark. Finnar voru nokkrum sinnum nálægt því að skora í leiknum, þá aðallega Linda Sällström sem fór illa með færin sín í dag. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti Heidi Kollanen svo skalla í stöng íslenska marksins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á í sínum fyrsta landsleik eftir rúman klukkutíma. Hún fékk gott færi til að skora þriðja mark Íslands en skaut beint á Tinju-Riikka Korpela, markvörð Finnlands. Fleiri urðu mörkin í leiknum ekki og 0-2 sigur Íslands staðreynd. Þetta var síðasti leikur Íslands áður en undankeppni EM 2021 hefst í haust. Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu á heimavelli 29. ágúst og 2. september. Auk þessara liða eru Svíþjóð og Lettland í riðlinum.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirHægri bakvörður: Ásta Eir ÁrnadóttirMiðverðir: Ingibjörg Sigurðardóttir (67. Guðný Árnadóttir) og Glódís Perla ViggósdóttirVinstri bakvörður: Áslaug Munda GunnlaugsdóttirMiðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir (46. Alexandra Jóhannsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen (67. Sandra María Jessen)Hægri kantmaður: Hlín Eiríksdóttir (61. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir)Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir (46. Fanndís Friðriksdóttir)Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (39. Margrét Lára Viðarsdóttir) EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 0-2 sigur á því finnska í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum. Á fimmtudaginn gerðu þau markalaust jafntefli í Turku. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Ísland fór rólega af stað í Espoo en eftir um stundarfjórðung færðist meira líf í íslensku sóknina. Á 21. mínútu kom Hlín Íslendingum með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað landsliðsmark Hlínar. Íslenska liðið hélt áfram að þjarma að því finnska og á 32. mínútu jók Dagný forystuna í 0-2. Glódís Perla Viggósdóttir átti þá laglega sendingu inn fyrir finnsku vörnina, Dagný tók vel við boltanum og skoraði sitt 23. landsliðsmark. Finnar voru nokkrum sinnum nálægt því að skora í leiknum, þá aðallega Linda Sällström sem fór illa með færin sín í dag. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti Heidi Kollanen svo skalla í stöng íslenska marksins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á í sínum fyrsta landsleik eftir rúman klukkutíma. Hún fékk gott færi til að skora þriðja mark Íslands en skaut beint á Tinju-Riikka Korpela, markvörð Finnlands. Fleiri urðu mörkin í leiknum ekki og 0-2 sigur Íslands staðreynd. Þetta var síðasti leikur Íslands áður en undankeppni EM 2021 hefst í haust. Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu á heimavelli 29. ágúst og 2. september. Auk þessara liða eru Svíþjóð og Lettland í riðlinum.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirHægri bakvörður: Ásta Eir ÁrnadóttirMiðverðir: Ingibjörg Sigurðardóttir (67. Guðný Árnadóttir) og Glódís Perla ViggósdóttirVinstri bakvörður: Áslaug Munda GunnlaugsdóttirMiðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir (46. Alexandra Jóhannsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen (67. Sandra María Jessen)Hægri kantmaður: Hlín Eiríksdóttir (61. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir)Vinstri kantmaður: Agla María Albertsdóttir (46. Fanndís Friðriksdóttir)Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (39. Margrét Lára Viðarsdóttir)
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15
Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34