Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í erfiða stöðu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júní 2019 08:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins síðustu ár vísir/bára Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. Hannes greindi frá því í vikunni að hann hefði meiðst í upphitun fyrir leik Íslands og Tyrklands á þriðjudag. Hann spilaði þrátt fyrir það leikinn en meiðslin versnuðu og hann gat ekki verið með Val gegn ÍBV á laugardag. Vegna meiðslanna fékk Hannes leyfi til þess að fara til Ítalíu og vera viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, en þau voru gefin saman við glæsilega athöfn við Como-vatn á laugardag. Eftir leik Vals og ÍBV, sem Valur vann 5-1, var Ólafur Jóhannesson spurður út í mál Hannesar en þar sagðist þjálfarinn ekki vita hvenær Hannes tognaði. Sérfræðingar Pepsi Max Markanna ræddu þetta mál í uppgjörsþætti áttundu umferðar. „Auðvitað er Óli búinn að hugsa um þetta og auðvitað veit hann hvenær Hannes tognaði og afhverju hann er úti,“ sagði Reynir Leósson. Hörður Magnússon varpaði fram þeirri spurningu hvaða skilaboð það sendi inn í leikmannahópinn að Hannes ákveði að fara í brúðkaupið. „Mér finnst hann vera að setja Óla í alveg svakalega erfiða stöðu með því að fara,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ég efast ekki um það í eina mínútu að hann sé meiddur og óleikfær, þetta snýst ekkert um það, en bara það að fara og vera að setja myndir á Instagram og eitthvað svona, mér finnst hann gera Óla og Val sem félagi óleik.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í slæma stöðu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson setti Ólaf Jóhannesson og Val í mjög erfiða stöðu með því að fara til Ítalíu í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar að mati sérfræðinga Pepsi Max Markanna. Hannes greindi frá því í vikunni að hann hefði meiðst í upphitun fyrir leik Íslands og Tyrklands á þriðjudag. Hann spilaði þrátt fyrir það leikinn en meiðslin versnuðu og hann gat ekki verið með Val gegn ÍBV á laugardag. Vegna meiðslanna fékk Hannes leyfi til þess að fara til Ítalíu og vera viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, en þau voru gefin saman við glæsilega athöfn við Como-vatn á laugardag. Eftir leik Vals og ÍBV, sem Valur vann 5-1, var Ólafur Jóhannesson spurður út í mál Hannesar en þar sagðist þjálfarinn ekki vita hvenær Hannes tognaði. Sérfræðingar Pepsi Max Markanna ræddu þetta mál í uppgjörsþætti áttundu umferðar. „Auðvitað er Óli búinn að hugsa um þetta og auðvitað veit hann hvenær Hannes tognaði og afhverju hann er úti,“ sagði Reynir Leósson. Hörður Magnússon varpaði fram þeirri spurningu hvaða skilaboð það sendi inn í leikmannahópinn að Hannes ákveði að fara í brúðkaupið. „Mér finnst hann vera að setja Óla í alveg svakalega erfiða stöðu með því að fara,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ég efast ekki um það í eina mínútu að hann sé meiddur og óleikfær, þetta snýst ekkert um það, en bara það að fara og vera að setja myndir á Instagram og eitthvað svona, mér finnst hann gera Óla og Val sem félagi óleik.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hannes setti Óla og Val í slæma stöðu
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira