Íslandspóstur auglýsir Samskipti til sölu þrettán árum eftir kaup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 14:26 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. Íslandspóstur Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á prentþjónustufyrirtækinu Samskiptum. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins vegna fjárhagsörðugleika sem greint var frá á dögunum. Samskipti er þjónustufyrirtæki á sviði prentlausna og þjónustar fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Sextán starfsmenn eru í fullu starfi hjá Samskiptum og einn í hálfu starfi. Íslandspóstur mun fá óháða matsaðila til að verðmeta félagið og taka saman sölugögn en allt kapp er lagt á að ferlið taki sem skemmstan tíma og mun auglýsing um söluferlið birtast á næstu vikum segir í tilkynningu frá Íslandspósti. „Íslandspóstur er í alsherjar endurskipulagningu og mikið hagræðingarferli er farið af stað innan félagsins, í því ferli er litið á alla hluta rekstursins og metið hvað þjónar hagsmunum til framtíðar,“ segir Birgir Jónsson forstjóri. „Samskipti var keypt árið 2006 þegar aðstæður voru aðrar og Íslandspóstur var leita eftir viðskiptatækifærum til að styrkja sig til framtíðar enda lá þá þegar fyrir að vægi hefðbundina bréfa myndi minnka í starfseminni. Tilkoma og vöxtur netverslana hefur haft það í för með sér að megin starfsemi Íslandspósts er í pakkasendinum sem og auðvitað bréfadreifingu. Við lítum einfaldlega svo á núna að prentsmiðjurekstur sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Íslandspósts og höfum því ákveðið að setja fyrirtækið á sölu. Okkar markmið með endurskipulagningunni er að reka fyrirtækið á sem hagkvæmastan hátt, minnka yfirbyggingu og bæta þjónustu. Þessi ákvörðun er liður í þeirri vegferð.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur viðrað skoðanir sínar að ríkið selji Íslandspóst. Birgir hefur sagst ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á prentþjónustufyrirtækinu Samskiptum. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins vegna fjárhagsörðugleika sem greint var frá á dögunum. Samskipti er þjónustufyrirtæki á sviði prentlausna og þjónustar fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Sextán starfsmenn eru í fullu starfi hjá Samskiptum og einn í hálfu starfi. Íslandspóstur mun fá óháða matsaðila til að verðmeta félagið og taka saman sölugögn en allt kapp er lagt á að ferlið taki sem skemmstan tíma og mun auglýsing um söluferlið birtast á næstu vikum segir í tilkynningu frá Íslandspósti. „Íslandspóstur er í alsherjar endurskipulagningu og mikið hagræðingarferli er farið af stað innan félagsins, í því ferli er litið á alla hluta rekstursins og metið hvað þjónar hagsmunum til framtíðar,“ segir Birgir Jónsson forstjóri. „Samskipti var keypt árið 2006 þegar aðstæður voru aðrar og Íslandspóstur var leita eftir viðskiptatækifærum til að styrkja sig til framtíðar enda lá þá þegar fyrir að vægi hefðbundina bréfa myndi minnka í starfseminni. Tilkoma og vöxtur netverslana hefur haft það í för með sér að megin starfsemi Íslandspósts er í pakkasendinum sem og auðvitað bréfadreifingu. Við lítum einfaldlega svo á núna að prentsmiðjurekstur sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Íslandspósts og höfum því ákveðið að setja fyrirtækið á sölu. Okkar markmið með endurskipulagningunni er að reka fyrirtækið á sem hagkvæmastan hátt, minnka yfirbyggingu og bæta þjónustu. Þessi ákvörðun er liður í þeirri vegferð.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur viðrað skoðanir sínar að ríkið selji Íslandspóst. Birgir hefur sagst ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf.
Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. 26. júní 2019 08:00
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00