Yngri systir Khloé, Kylie Jenner, hélt veislu systur sinni til heiðurs og var bleiki liturinn allsráðandi, bæði í veitingum og skreytingum. Það sem vakti þó mesta athygli í tengslum við afmæli Khloé var afmæliskveðja úr óvæntri átt.
Happy birthday @khloekardashian You are the most beautiful human I have ever met inside and out. Thank you for being an amazing mommy to our princess True. She is blessed to have someone like you to look up to. I wish you nothing but more success and sending you positive blessing your way. Enjoy your day KokoView this post on Instagram
A post shared by Tristan Thompson (@realtristan13) on Jun 27, 2019 at 8:48am PDT
Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé og fyrrverandi kærasti hennar, óskaði henni til hamingju með daginn í færslu á Instagram-síðu sinni. Það fór ekki fram hjá mörgum að samband þeirra endaði með látum þegar sögusagnir um framhjáhald Thompson fóru á kreik en var það atvik með Jordyn Woods sem fór endanlega með sambandið.
Sjá einnig: Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn
„Til hamingju með daginn Khloé Kardashian. Þú ert fallegasta mannvera sem ég hef kynnst, að innan sem utan. Takk fyrir að vera ótrúleg móðir fyrir True. Hún er lánsöm að hafa einhvern eins og þig til þess að líta upp til. Ég óska þér einungis meiri velgengni og sendi jákvæða strauma til þín. Njóttu dagsins Koko,“ skrifaði Thompson í kveðjunni.
Samkvæmt heimildarmanni People kom kveðjan Kardashian fjölskyldunni á óvart og sagðist Khloé ekki alveg skilja hvers vegna að birti kveðjuna á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan heldur þó að hann hafi gert það til þess eins að bæta sína eigin ímynd.
„Þau eiga barn saman en eru ekki saman. Fjölskyldan heldur að hann hafi birt þetta því hann vill láta sig líta betur út. Tristan og Khloé sinna uppeldinu saman en lengra nær það ekki,“ er haft eftir heimildarmanninum.