Umferðarvandi auki stuðning við íbúabyggð í Vatnsmýrinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. júlí 2019 06:15 Staðsetning flugvallarins hefur verið eitt helsta bitbein íslenskra stjórnmála um áraraðir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Rúmlega 50 prósent eru andvíg því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Tæp 30 prósent eru hlynnt flutningi hans en 20 prósent hvorki né. Líkt og í fyrri könnunum sem gerðar hafa verið er andstaða við flutning flugvallarins mun meiri á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu og andstaðan eykst einnig með hærri aldri. Stuðningur eykst einnig með aukinni menntun og hærri tekjum. Þessir þættir hafa hins vegar lítil áhrif á andstöðuna sem helst tiltölulega óbreytt þegar litið er til þessara þátta heldur fækkar þeim sem eru hlutlausir með aukinni menntun og hærri tekjum. Langmest andstaða er við flutning flugvallarins meðal stuðningsmanna Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Andstaðan við flutning flugvallarins er yfir 80 prósent meðal stuðningsmanna þessara flokka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru einnig andsnúnir flutningi flugvallarins í 60 prósentum tilvika en 22 prósent þeirra eru hlynnt flutningi hans. Mestur stuðningur við flutning flugvallarins úr Vatnsmýri er hjá þeim sem styðja Samfylkinguna en þar eru 59 prósent hlynnt því að hann fari úr Vatnsmýri. Stuðningsmenn Viðreisnar og Vinstri grænna eru einnig frekar hlynntari því en andvígir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri án þess þó að stuðningur brotthvarfs nái meirihluta þeirra. Píratar eru klofnir í afstöðu sinni þar sem 33 prósent eru hlynnt og 35 prósent andvíg flutningi. Þriðjungur Pírata kærir sig hins vegar kollóttan um hvort flugvöllurinn verði fluttur þaðan sem hann er. „Ég hef kíkt á nokkrar eldri kannanir og það sem er greinilega að gerast er að stuðningur höfuðborgarbúa við byggð í Vatnsmýri og að flugvöllurinn víki hefur verið að aukast,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, um niðurstöður nýrrar könnunar á viðhorfum til flutnings flugvallarins úr Vatnsmýrinni. Hann segir andstöðuna við flutning hins vegar lítið breytast og hinn aukni stuðningur komi því úr hópi þeirra sem hafa áður verið hlutlausir. „Þetta hefur verið þróunin á undanförnum árum og þótt breytingin sé ekki hröð þá hefur stuðningur við byggð í Vatnsmýri verið að aukast en andstaðan haldist óbreytt; í kringum 50 prósent yfir landið allt,“ segir Gísli. Hann segir kannanirnar sýna aukinn stuðning landsmanna við flutning flugvallarins en þegar niðurstöður séu brotnar niður eftir búsetu komi í ljós að aukningin er öll á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin sýnir að andstaða við flutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni er meiri í hærri aldurshópum. „Það hefur alltaf verið trendið að yngra fólkið hefur verið hlynntara því að byggt verði í Vatnsmýri, en það hefur hins vegar líka verið þannig að þeir sem eru eldri, sjá flugvöllinn ekkert endilega fyrir sér í Vatnsmýri um alla framtíð, jafnvel þótt þeir séu andsnúnir því að hann verði fluttur,“ segir Gísli og vísar til kannana þar sem spurt var um skipulagsmál í Reykjavík til framtíðar. Gísli telur einnig að óvissa um annan valkost hafi áhrif á viðhorf fólks. Því geti verið að þessi aukna sveifla meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu í stuðningi við að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri haldist í hendur við aukinn byr sem Hvassahraun virðist vera að fá sem fýsilegur kostur nýrrar staðsetningar. En Gísli telur að fleira komi til og nefnir umræðuna um umferðarvandann í borginni. „Ég held að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir því að með því að dreifa byggðinni erum við að auka umferðarvandann og með því að byggja miðsvæðis erum við ekki að fjölga bílum í Ártúnsbrekkunni og á Kringlumýrarbraut á álagstímum,“ segir Gísli og bætir við: „Fólk er farið að fatta að við byggjum okkur ekki frá umferðarvandanum með fleiri slaufum eða breiðari götum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt áform um að hefja veðurmælingar og flugprófanir í Hvassahrauni en í minnisblaði hans sem kynnt var í ríkisstjórn í síðasta mánuði kemur fram að samkvæmt kostnaðarmati yrði flugvöllur í Hvassahrauni ódýrari en stækkunaráform Isavia á Keflavíkurflugvelli. Nefnd sem Ragna Árnadóttir fór fyrir og skilaði skýrslu árið 2015 komst að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri fýsilegasti kostur fyrir framtíðarstaðsetningu flugvallar. Gísli Marteinn segir að frá því að Rögnunefndin skilaði skýrslu sinni hefðu margir, sem áður voru andsnúnir flutningi flugvallarins, skipt um skoðun og teldu nú að Hvassahraunið væri besti kosturinn. Það kunni því vel að vera að Hvassahraun sem skýr valkostur hafi áhrif á viðhorf almennings til Vatnsmýrinnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
Rúmlega 50 prósent eru andvíg því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Tæp 30 prósent eru hlynnt flutningi hans en 20 prósent hvorki né. Líkt og í fyrri könnunum sem gerðar hafa verið er andstaða við flutning flugvallarins mun meiri á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu og andstaðan eykst einnig með hærri aldri. Stuðningur eykst einnig með aukinni menntun og hærri tekjum. Þessir þættir hafa hins vegar lítil áhrif á andstöðuna sem helst tiltölulega óbreytt þegar litið er til þessara þátta heldur fækkar þeim sem eru hlutlausir með aukinni menntun og hærri tekjum. Langmest andstaða er við flutning flugvallarins meðal stuðningsmanna Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Andstaðan við flutning flugvallarins er yfir 80 prósent meðal stuðningsmanna þessara flokka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru einnig andsnúnir flutningi flugvallarins í 60 prósentum tilvika en 22 prósent þeirra eru hlynnt flutningi hans. Mestur stuðningur við flutning flugvallarins úr Vatnsmýri er hjá þeim sem styðja Samfylkinguna en þar eru 59 prósent hlynnt því að hann fari úr Vatnsmýri. Stuðningsmenn Viðreisnar og Vinstri grænna eru einnig frekar hlynntari því en andvígir að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri án þess þó að stuðningur brotthvarfs nái meirihluta þeirra. Píratar eru klofnir í afstöðu sinni þar sem 33 prósent eru hlynnt og 35 prósent andvíg flutningi. Þriðjungur Pírata kærir sig hins vegar kollóttan um hvort flugvöllurinn verði fluttur þaðan sem hann er. „Ég hef kíkt á nokkrar eldri kannanir og það sem er greinilega að gerast er að stuðningur höfuðborgarbúa við byggð í Vatnsmýri og að flugvöllurinn víki hefur verið að aukast,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, um niðurstöður nýrrar könnunar á viðhorfum til flutnings flugvallarins úr Vatnsmýrinni. Hann segir andstöðuna við flutning hins vegar lítið breytast og hinn aukni stuðningur komi því úr hópi þeirra sem hafa áður verið hlutlausir. „Þetta hefur verið þróunin á undanförnum árum og þótt breytingin sé ekki hröð þá hefur stuðningur við byggð í Vatnsmýri verið að aukast en andstaðan haldist óbreytt; í kringum 50 prósent yfir landið allt,“ segir Gísli. Hann segir kannanirnar sýna aukinn stuðning landsmanna við flutning flugvallarins en þegar niðurstöður séu brotnar niður eftir búsetu komi í ljós að aukningin er öll á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin sýnir að andstaða við flutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni er meiri í hærri aldurshópum. „Það hefur alltaf verið trendið að yngra fólkið hefur verið hlynntara því að byggt verði í Vatnsmýri, en það hefur hins vegar líka verið þannig að þeir sem eru eldri, sjá flugvöllinn ekkert endilega fyrir sér í Vatnsmýri um alla framtíð, jafnvel þótt þeir séu andsnúnir því að hann verði fluttur,“ segir Gísli og vísar til kannana þar sem spurt var um skipulagsmál í Reykjavík til framtíðar. Gísli telur einnig að óvissa um annan valkost hafi áhrif á viðhorf fólks. Því geti verið að þessi aukna sveifla meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu í stuðningi við að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri haldist í hendur við aukinn byr sem Hvassahraun virðist vera að fá sem fýsilegur kostur nýrrar staðsetningar. En Gísli telur að fleira komi til og nefnir umræðuna um umferðarvandann í borginni. „Ég held að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir því að með því að dreifa byggðinni erum við að auka umferðarvandann og með því að byggja miðsvæðis erum við ekki að fjölga bílum í Ártúnsbrekkunni og á Kringlumýrarbraut á álagstímum,“ segir Gísli og bætir við: „Fólk er farið að fatta að við byggjum okkur ekki frá umferðarvandanum með fleiri slaufum eða breiðari götum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt áform um að hefja veðurmælingar og flugprófanir í Hvassahrauni en í minnisblaði hans sem kynnt var í ríkisstjórn í síðasta mánuði kemur fram að samkvæmt kostnaðarmati yrði flugvöllur í Hvassahrauni ódýrari en stækkunaráform Isavia á Keflavíkurflugvelli. Nefnd sem Ragna Árnadóttir fór fyrir og skilaði skýrslu árið 2015 komst að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri fýsilegasti kostur fyrir framtíðarstaðsetningu flugvallar. Gísli Marteinn segir að frá því að Rögnunefndin skilaði skýrslu sinni hefðu margir, sem áður voru andsnúnir flutningi flugvallarins, skipt um skoðun og teldu nú að Hvassahraunið væri besti kosturinn. Það kunni því vel að vera að Hvassahraun sem skýr valkostur hafi áhrif á viðhorf almennings til Vatnsmýrinnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira