Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 19:00 Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira